Heimalningur 5.6

8 m

Fyrsta skráða klifurleiðin í Stuðlagili. Leiðin er yst á augljósa stefninu Klausturselsmegin, en hún fylgir brotnu sprungunni hægra megin við stór sprunguna. Leiðin er líklega ekki lýsandi fyrir svæðið, en almennt virðast sprungur á svæðinu vera töluvert stífari.

Sigurður Ý. Richter & Jón Hákon Richter

Crag Stuðlagil
Sector Klaustursels megin
Type trad

Stuðlagil

Líkt og nafnið gefur til kynna, býður Stuðlagil upp á nær eingöngu klifur á basalt stuðlum. Ætla mætti að gilið hafi nýlega birst eins og skrattinn úr sauðaleggnum ef marka má nýjustu trendin á instagram, en lítið hafði borið á þessu gili þar til um miðjan annan áratug tuttugustuogfyrstu aldar. Heimamenn á Efra Jökuldal hafa hins vegar þekkt til gilsins mest alla tíð, en fyrir tíð Hálslóns hafði Jökla hins vegar mórauð fyllt gilið nær barma á milli og því toppar stuðlanna aðeins gægst í mýflugumynd upp úr beljandi jökulánni. Þegar Jökulsá á Brú var svo virkjuð við Hafrahvamma var henni veitt yfir í Lagarfljót, en við það breyttist þetta forna jökulfljót í lítið annað en himinbláa bergvatnsá. Tæmdust um leið gilin sem áin ólgaði áður niður eftir endilöngum Jökuldalnum, þar með talið Stuðlagil. Gríðarlega formfagrir stuðlar og stuðlarósir príða gilið og lygn áin sem áður klauf sveitir jafn vel og snarbrattir fjallgarðar býður nú einfaldlega upp á róandi nið og kaldan sundsprett fyrir reynda sundkappa. Stuðlarnir eru yfirleitt um 1-2 metrar í þvermál, um það bil 8-15 metrar á hæð og almennt er bergið mjög heilllegt og lítið um lausagrjót. Ólíkt Gerðubergi eru hins vegar sprungur almennt ekki mjög víðar, oft á köflum einungis þunnir saumar þó inn á milli leynist víðari sprungur sem bjóða upp á einhver sprungutök. Hér er hins vegar óvenjuleg áskorun fyrir þá sem hér vilja klifra, en þar sem neðri helmingur stuðlanna hafa í háa herrans tíð staðið undir ólgandi jökulá eru þeir orðnir vel slípaðir og viðnám álíka mikið og á vel bónaðri keilubraut. Ekki nóg með það, heldur í sumum tilfellum hefur Jöklu einnig tekist að fylla einstöku sprungu með jökulaur sem þar hefur svo harðnað, en þar með mætti halda að sumar sprungur hefðu verið kíttaðar saman. Stuðlarnir virðast vera fleiri og hærri Grundarmegin, en hins vegar er aðgengi að þeim erfiðara og oft ekki augljóst hvernig best er að toppa úr leiðunum.

Stuðlagil hefur upp á klifur að bjóða í gríðarlega fallegu umhverfi, en þökk sé Jöklu er klifrið að mörgu leiti frábrugðið öðru stuðlaklifri á landinu. Hér er því lítið í boði af auðveldu klifri, en á hinn bóginn eru eflaust miklir möguleikar í boði fyrir dótaklifur í efri hluta klifurgráðuskalans. Tveir afkomendur Klausturselsmanna áttu leið þar hjá sumarið 2020 og tóku út svæðið, en vegna þessa óvenju stífa klifurs sem kom þeim í opna skjöldu, létu þeir sér nægja að klifra stutta leið í léttari endanum, Klausturselsmegin. Hér eru hins vegar ótal möguleikar í boði af stífum klifurleiðum fyrir íslenskar dótaklifurhetjur framtíðarinnar.

Eins og gefur að skilja leyfa landeigendur ekki boltun (eða aðrar varanlegar tryggingar) með neinu móti á svæðinu, enda eru það ósnortnir hamrar gilsins sem laða að tugþúsundir ferðamanna ár hvert og klifrarar ekki einir í heiminum. Leyfilegt er að klifra Klaustursels megin (þó ekki sé verra að klifra þar í samráði við heimamenn), en hins vegar hefur klifur ekki verið rætt sérstakleg við Grundarmenn, svo nauðsynlegt er að fá leyfi frá þeim fyrst ef klifra á í stuðlunum þeim megin.

Krókur kapteinn 8a+ 5.13c

Gamalt project frá ca. 2010-2012. Það væri hægt að fara vinstra megin við boltalínuna en þá er vel hægt að stíga í kverkina. Ef leiðin er klifruð þannig er hún ekki nema ca. 5.10. Mér fannst skrítið að klifra þetta þannig og reyndi því að komast út á hornið. Mér fannst líklegt að leiðin hafði verið boltuð með það í huga. Ég endaði á að finna flottar hreyfingar úr á hornið við annan bolta. Geggjaður átta hreyfinga probbi: puttaholur, tákrókur, hælkrókur og dass af köntum! Set inn beta-myndband hér á síðuna. Strákarnir fá þakkir fyrir að finna þessa geggjuðu línu!

Crag Hnappavellir
Sector Sandar
Type sport

Video

Hnappavallaholan 5b 5.6

Leið 2a.

Leið upp sama slabb og leiðin “Þar sem grámosinn glóir”. Leiðin er nokkuð snúin í fyrri hluta með litlum fótfestum eða smurningum. Léttist eftir því sem ofar dregur og endar við skemtilega holu eða gat í gegnum klettinn.

FF: Benjamin Mokry, Leó Benjaminsson og Heimir Steinn Svansson, júlí 2020

Crag Hnappavellir
Sector Þorgeirsrétt-austur
Type sport

Agabrot 5.10b

E1 5b (5.10b/c)

Leið 8.1

20m

Stuðullinn milli 8 og 9 klifraður utanverður á ágætis tökum og jafnvægishreyfingum. Fáar en góðar tryggingar í efri hluta (EK).

Útilokun (elimination): Ekki stíga út í næstu stuðla í kring eða taka í sprungurnar sinn hvor megin (“Sveittir fingur” og “Skráman”).

FF: Sigurður Ýmir Richter, 2020

Crag Stardalur
Sector Miðvesturhamrar
Type trad

Poseidon 7b+ 5.12b

Klifrið byrjar með skemmtilegum ævintýrakafla sem endar á góðri hvíld undir bungunni. Krúxið er að koma sér yfir fyrri bunguna í leiðinni. Síðan er önnur hvíld undir seinni bungunni. Þar tekur við úthaldskafli sem endar rétt fyrir neðan akkeri.

Leiðin er staðsett vinstra megin við Burstabær.

Boltuð af Eyþóri.

Crag Hnappavellir
Sector Salthöfði
Type sport

Akademía 6b 5.10b

Leið númer 7 á mynd

Leið upp áberandi heilan vegg rétt hægra megin við risa þakið. Það þarf aðeins að brölta upp grasskorning til að byrja á klifrinu.

Einum stein var hent út leiðinni sem að lenti akkúrat ofan í skorningnum og bjó til góðan stall til að klæða sig í skó.

23m, 9 boltar

FF: Dóra S. Ásmundardóttir, Jónas G. Sigurðsson & Sindri Ingólfsson – 2020

Crag Norðurfjörður
Sector Tækni og vísinda svæði
Type sport

Laser Show 7b 5.12b

Leið númer 6 á mynd

Fyrsta 5.12 leiðin í Norðurfirði. Fer upp flottan og nokkuð sléttan vegg inni í sama skorning og Akademía er í, rétt hægra megin við risa þakið.

FF: Emil B. Sigurjónsson, Stefán Ö. Stefánsson (& Jónas G. Sigurðsson) – 2020

Crag Norðurfjörður
Sector Tækni og vísinda svæði
Type sport

Grettisbeltið 5.11a

E3 5c (5.11a)

Gula línan (#3)

Tæpir 40m, 50% slabb, 50% í fangið

Langar hreyfingar á tröllagripum í viðvarandi slútti og tryggingarnar allar akkúrat þar sem maður vill hafa þær. Draumur plast-dótaklifrarans.

Leiðin byrjar á tvem samsíða sprungum og fer þaðan beint upp slabbið. Þegar undir bratta vegginn er komið, er stuttum, brotnum sprungum fylgt upp um hálfan vegginn, en rétt áður en slær af hallanum í grónu grófinni er stefnan tekin lóðbeint til vinstri á enn betri sprungu (veggurinn þveraður við stóru holuna). Þeirri sprungu er fylgt upp á topp í gegnum tvö þök og endar á hvalreki upp yfir brúnina.

Nei, enga bolta takk!

Sigurður Ýmir Richter, 2020

Crag Norðurfjörður
Sector Íþrótta og leikja svæði
Type trad

Skessa 6b 5.10c

Leið 2a á mynd, afbrigði af Tröll (leið 2 á mynd).

Leiðin byrjar í undirgripi undir litla þakinu og er farin á köntum hægra megin við boltalínu á fésinu ásamt því að nota juggarann í miðjunni og ísskápatak til vinstri undir fyrsta bolta.

FF. Hildur Björk Adolfsdóttir

Crag Háibjalli
Sector Klettar
Type sport

Video

Skip to toolbar