Blóðberg 6c 5.10d

Leið vinstramegin við Vatnsbera.

5.10c/d/11a?

Búlder í bandi. Byrjar með kraftmiklum hreyfingum í miklu yfirhangi og endar svo á nokkrum stífum kantahreyfingum. Byrjunin minnir meira á ljósari kletta í sólríkari löndum.

FF: Árni Stefán Halldorsen, júlí 2022

Crag Hnappavellir
Sector Hádegishamar
Type sport

Kiwanisklúbburinn 6b 5.10a

Gengið er frá bílastæði við Berjadalsána, upp Selbrekkuna og inn Berjadalinn í átt að Rótarý-brúnni. Þar er fallegur foss og háir klettar þar sem leiðirnar liggja. Bæði hægt að ganga niður í gilið eða síga úr sighring fyrir ofan brún. Neðsti partur leiðanna getur verið blautur ef mikið er á fossinum. Bestu aðstæður er eftir hádegi þegar sólin skín inn í gilið. Oftast dúnalogn þegar komið er niður í gilið. Gráðum skal tekið með fyrirvara, en klifrið er mjög skemmtilegt. Leiðir hafa verið hreinsaðar eftir bestu getu en eiga sjálfsagt eftir að slípast til með tímanum, hjálmar eru því nauðsynlegir.

Kiwanisklúbburinn 6a // 5c:

Spönn 1 (græn): Byrjar á þægilegu klifri upp á stórum tökum þar til komið er upp á stóran stall (gott að hafa klippt í fyrsta bolta til að forðast bað í ánni). Þar skiptist leiðin og klifrað er hægra megin við boltalínu, þar sem við taka stórar og kraftmiklar hreyfingar í hliðartökum (ek). Leiðin endar á þægilegu slabbi í sigbolta með keðju (fyrri spönn).

Einnig er hægt að vinstra megin við boltalínu (Sinawak afbryggði, rauð). Frá stallinum er klifrað vinstra megin við boltalínu á þunnum köntum og tæpum fótstigum (ek), sem hentar styttri klifrurum líklega betur en hægri línan. ATH að ekki má stíga í vegginn til vinstri yfir sprunguna. Leiðin endar á þægilegu slabbi í sigbolta með keðju (fyrri spönn).

Spönn 2 (blá): Úr stansi er hliðrað yfir til vinstri og klifrað beint upp bumbuna á köntum og leiðin toppuð (ek). Innar á brúninni er sighringur þar sem hægt er að tryggja seinni klifrarar upp á brún, en mögulega verður bætt við keðju seinna meir. Einnig er stakur bolti (nýr) rétt fyrir ofan hringinn og þá hægt að nota hann til að bakka upp sighringinn en þá þarf að taka með skiptilykil (17mm) og eins og eitt auga eða sighring.

FF: Sylvía Þórðardóttir & Þórður Sævarsson, maí 2022

Crag Akranes
Sector Berjadalur
Type sport

Rótarýklúbburinn 6b+ 5.10c

Gul lína

Gengið er frá bílastæði við Berjadalsána, upp Selbrekkuna og inn Berjadalinn í átt að Rótarý-brúnni. Þar er fallegur foss og háir klettar þar sem leiðirnar liggja. Bæði hægt að ganga niður í gilið eða síga úr sighring fyrir ofan brún. Neðsti partur leiðanna getur verið blautur ef mikið er á fossinum. Bestu aðstæður er eftir hádegi þegar sólin skín inn í gilið. Oftast dúnalogn þegar komið er niður í gilið. Gráðum skal tekið með fyrirvara, en klifrið er mjög skemmtilegt. Leiðir hafa verið hreinsaðar eftir bestu getu en eiga sjálfsagt eftir að slípast til með tímanum, hjálmar eru því nauðsynlegir.

Rótarýklúbburinn 6b byrjar á flottum búlder yfir þak (ek) og upp sléttan vegg, og því mælst með að klippt sé í fyrsta bolta svo maður endi ekki í ánni. Þægilegt klifur upp stalla upp að láréttum vegg (ek) þar sem við taka kantar og ávvöl tök. Akkeri með bínu í topp.

FF: Sylvía Þórðardóttir, maí 2022

Crag Akranes
Sector Berjadalur
Type sport

I..am..Groot 7b 5.12a

Blá lína

Liggur í klettabeltinu fyrir ofan aðalsvæðið. Stuttur þriggja bolta búlderprobbi með bínuakkeri. Mjög skemmtilegt klifur, ögn í fangið á litlum köntum, með frábærri krúxhreyfingu í mono. Skot á gráðu 5.12a en alltaf erfitt að gráða svona “búlder í bandi” leiðir.

FF: Þórður Sævarsson, 2021

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Video

Kosningasvik 5c 5.7

Rauð leið

Stutt leið, þrír boltar og sigbolti í topp. Byrjar upp á grjóti og því ráðlagt að hafa klippt í fyrsta bolta. Strembin og tæp í byrjun upp að öðrum bolta (ek), litlir kantar og tæpir fætur. Eftir annan bolta er þægilegt klifur upp slabb að akkeri (sigbolti).

FF. Sylvía Þórðardóttir, maí 2022

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Kosningaloforð 5c 5.7

Gul leið

Þægilegt klifur á góðum tökum. Því næst þverað ögn til hægri og flötum vegg fylgt upp í topp á litlum köntum (ek), án þess að ramba út í óhreinsaða sprungu vinstra megin. Akkeri með karabínu.

5.6/5.7 ish

FF: Sylvía Þórðardóttir, maí 2022

Crag Akranes
Sector Suðursvæði
Type sport

Vatnsberi 6b 5.10a

Ágætis stígandi upp að mjög hressandi krúxi en léttist svo í toppinn.

Gráðan er ekki alveg viss, þar sem ein hreyfing er áberandi erfiðari en rest.

Var hreinsuð töluvert en mælum samt með að tryggjari sé með hjálm svona fyrst um sinn. Það gæti alveg molnað eitthvað smá meira úr henni. Boltarnir eru samt í skothelt berg.

Nafnið vísar í áberandi svarta vatnsrönd niður vegginn og mýrarblettinn undir henni. Ein steinhella er neðan við leiðina svo maður nái að skipta í klifurskóna án leikfimiæfinga.

5.9/5.10a.

FF: Árni Stefán Halldorsen

Crag Hnappavellir
Sector Hádegishamar
Type sport

Hnappar 6b+ 5.10b

Leið í Hádegishamri vinstra megin við Smala. Nokkuð jafnt klifur og tvær fínar hvíldir, klassískt Hnappó krúx í miðju en alveg hreyfingar fyrir og eftir það.

Þegar maður klippir í akkerið (sem er alveg á brúninni) blasa Hnapparnir báðir, amk þegar skyggni leyfir.

Gæti verið að hún fái einn auka bolta á slabbið eftir fyrra þakið, álit varðandi það væri vel þegið.

15m, 5.10b

FF: Árni Stefán Halldorsen, apríl 2022

Crag Hnappavellir
Sector Hádegishamar
Type sport
Skip to toolbar