Horn of plenty 5.9

Leið á stuðlinum sem er alveg fráskilinn frá veggnum. Leiðin liggur upp hægri hlið stuðulsins, ekki inni í sprungunni. Einhverjar líkur eru á að þetta sé sama leið og Strútur en talið er að Strútur liggi upp sprunguna sjálfa.

5.9R

FF: Rory Harrison, ágúst 2022

Crag Hnappavellir
Sector Þorgeirsrétt-austur
Type trad

Lionsklúbburinn Kiddi 6b+ 5.10c

Leiðin liggur inni í gili við Rótarýbrúna, sunnan megin við Berjadalsána, og eru leiðirnar þá orðnar þrjár í gilinu

Hefst á brölti upp grasbala upp að fyrsta bolta (farið mjög varlega, laust og gróið). Fyrstu metrarnir eru á góðum tökum á slabbi en eftir það byrjar veggurinn að halla og við taka kantar og grunntök (ek). Klifrað út á horn og svo þverað til vinstri eftir grunnri sprungu og svo endað í toppi.

6b – 5.10b/c

FF: Sylvía Þórðardóttir og Þórður Sævarsson, ágúst 2022.

Crag Akranes
Sector Berjadalur
Type sport

Kollhnís 5b 5.7

Leið númer 5.

Byrjar á lóðréttu klifri á góðum tökum sem fer svo fljótlega út í yfirhang á góðum tökum. Þegar komið er upp úr yfirhanginu léttist leiðin og fer eftir slabbi. Leiðin sameinast svo Krullu efst og þær samnýta akkeri.

22m, 5.7, 11 boltar

FF: Elísabet Thea Kristjánsdóttir & Emil Bjartur Sigurjónsson, júlí 2022

Crag Norðurfjörður
Sector Íþrótta og leikja svæði
Type sport

Krulla 5a 5.6

Leið númer 4.

Nokkuð jöfn leið. Aðeins þarf að smyrja fótum og leita af gripum en reglulega eru góðar hvíldir. Ofarlega er stærsti juggari sem fundist hefur á Íslandi. Ofarlega sameinast Krulla og Kollhnís og samnýta þær akkeri.

22 m, 5.5/6

FF: Jónas G. Sigurðsson – júlí 2022

Crag Norðurfjörður
Sector Íþrótta og leikja svæði
Type sport

Kaupmaðurinn á horninu 6b 5.10a

Góður stígandi og fjölbreytt grip upp að lykilkafla. Leiðin var boltuð og klifruð um verslunarmannahelgina sem gaf innblástur fyrir nafnið.

Leiðin er rétt hægra megin við Smala.Leiðin fer rétt rúmlega hálfa leið upp vegginn og mér fanst ekki ástæða til að teygja hana alla leið, það eru aðrar línur við hliðina á þar sem það væri lógískara.

Það er stór flaga ofan við akkerið sem tókst ekki að hagga. Það mætti eflaust koma henni niður með tjakk og stælum ef þurfa þykir.

FF: Árni Stefán Halldorsen, júlí 2022

Crag Hnappavellir
Sector Hádegishamar
Type sport

Seyðisfjörður

Hér eru allt fullt af klettum. Stærstu sectorarnir eru Arnarklettar og Þófar en þessi svæði eru sín hvoru megin í firðinum og við fáum því fullkomna morgun og kvöld sectora. Sólin skín á Arnarkletta til sirka 3 og svo á Þófa frá 3. Öll svæði eru í 2-4 mínútna göngu frá vegi.

Karakter bergsins er mjög fjölbreittur. Í Arnarklettum svipar berginu sums staðar til bergsins í Norðurfirði. Í Þófum minnir þetta mig oft á klifrið í Munkanum en svo einnig eru tæpar og teknískar leiðir sem minna á Valshamar. Góð fjölbreytni í klifri og gráðum. Lengstu leiðirnar eru upp í 18 metra.

Yfirlistkort

Skip to toolbar