Austur-Klofningur

Stutt frá Laugarvatni er svæði sem kallast Austur-Klofningur. Klifrið á svæðinu fer fram á litlu klettabelti sem liggur skammt frá Gullkistunni, sem er lítill áberandi hnúkur ofan á Miðdalsfjalli. Gullkistan geymir eina boltaða leið, Jómfrúin (5,5). Lendingin undir flestum leiðum er þokkaleg en stundum mikill halli og eitthvað um stóra grjóthnullunga sem þarf að færa frá. Grjótið er sumstaðar mjög hvasst, hálfgjört hraun, og lítið viðnám á því. Svæðið er tiltölulega nýtt og því enn mikið sem á eftir að skoða. Sumstaðar þarf að hreinsa mosa og því gott að hafa vírbursta með.

Skip to toolbar