Skólinn var byrjaður en hverjum er ekki sama…! Stefnan var tekin beint upp í Vaðalfjöllin við fyrst tækifæri! Bíllinn var fylltur af Dýnum, mat, bjór og hinum og þessum bráðnauðsinjum (n**tó**k?). Á leiðinni til Kristós keyrðum við fram á roadkill dauðans, það var köttur í svona 20 hlutum splattaður yfir ALLANN veginn og var hann tekinn með í nesti. Við komum seint um kveld til hina ástkæru Ketilstaða og voru kertaljósin tendruð og klósettið prufukeyrt.
Skátaland hefur fengið umboð fyrir Trubeu Auto belay. Þessi græja er sjálfvirkur tryggjari sem tryggir klifrara og slakar honum niður ef hann vill fara niður. Græjan stillir sig sjálf eftir þyngd (10-150 kg) og er alltaf tilbúin.
Nánari upplýsingar um þessa græju má finna á heimasíðu Eldorado walls eða www.eldowalls.com. Skátaland mun setja þennan búnað upp til prufu á næstu vikum.
Þeir sem hafa áhuga á þessum búnaði hafið samband við Helga hjá Skátalandi netfangið er helgi@skatar.is.
Myndefnið var tekið upp í fyrra sumar og fyrst að febrúar er næstum kominn þá er klárt mál að skella einu smá myndbandi á vefinn!! Kynda upp fyrir sumarið 2012!! 😀
Um næstkomandi helgi verður haldið Norðurlandamót ungmenna í grjótglímu. Mótið fer fram í höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi, og munu átta íslenskir klifrara taka þátt í að þessu sinni. Klifrararnir eru þau: Ásrún, Andri, Kjarri, Hilmar, Bryndís, Guðmundur, Ríkey og Helena. Öll hafa þau æft af kappi hjá Klifurhúsinu og Björkinni undanfarin ár.
Á sunnudaginn verða úrslitin í beinni útsendingu á heimasíðu sænska klifursambandsins. Við hvetjum alla til þess að fylgjast með okkar þátttakendum.
Um næstkomandi helgi verður haldið Norðurlandamót ungmenna í grjótglímu. Mótið fer fram í höfuðborg Svíþjóðar, Stokkhólmi, og munu átta íslenskir klifrara taka þátt í að þessu sinni. Klifrararnir eru þau: Ásrún, Andri, Kjarri, Hilmar, Bryndís, Guðmundur, Ríkey og Helena. Öll hafa þau æft af kappi hjá Klifurhúsinu og Björkinni undanfarin ár.
Á sunnudaginn verða úrslitin í beinni útsendingu á heimasíðu sænska klifursambandsins. Við hvetjum alla til þess að fylgjast með okkar þátttakendum.
Um helgina fara þau Ásrún Mjöll og Andri Már til Stokkhólms til að keppa í Norðurlandamóti sem verður haldið þar. Viðtal var tekið við meistarana í Ísland í dag (sjá link).
Ef þið hafið ekki heyrt á þetta nafn minnst, ættuð þið að leggjast í smá rannsóknarvinnu.
Þessi 18 ára stelpa frá Bandaríkjunum hefur nú klifrað sína fyrstu 9a (5.14d) leið. Það gerði hún í Red River Gorge í Bandaríkjunum nú fyrir örfáum klukkutímum. Það tók hana ekki meira en 3 daga og 6 tilraunir svo það má búast við enn stærri afrekum frá þessari stelpu í náinni framtíð. Sasha er þar með þriðja konan til þess að klifra leið af þessu erfiðleikastigi en áður hafa Josune Bereciartu og Charlotte Durif náð þessum frábæra árangri.
Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum hefur heldur betur bæst við fjölda klifurleiða úti í Hádegishamri á Hnappavöllum. Af þessu tilefni setti Jón Viðar smá viðbót við leiðarvísinn á netið
Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum hefur heldur betur bæst við fjölda klifurleiða úti í Hádegishamri á Hnappavöllum. Af þessu tilefni setti Jón Viðar smá viðbót við leiðarvísinn á netið. Þess má geta að allar leiðirnar er að finna hægra megin við þær leiðir sem fyrir voru í klettabeltinu.
Einnig var boltuð ný leið í Salthöfða, hún fékk nafn og gráðu Strumpaland 5.3
Í sumar voru klifuráhugamenn frá Selfossi að skoða stóra steinhnullunga sem voru í námu þar skammt frá. Sú hugmynd kom upp að flytja steinana frá námunni í Selfoss og koma þeim þannig fyrir að gott væri að stunda grjótglímu í þeim. Nokkur alvara var fyrir að framkvæma þessa hugmynd og væri gaman að fá að heyra hvernig þetta fór.
Á Geldinganesinu, rétt hjá Grafarvoginum, er steinanáma sem hefur ekki verið unnið í í þó nokkurn tíma. Í henni eru steinar sem eitthvað hefur verið klifrað í en aðgengi, umhverfi og klifur er ekki upp á marga fiska og það hefur ekki verið mikið sótt. Spurningin er hvort sá möguleiki sé raunhæfur að flytja steinana í bæinn. Þá væri aðgengið að steinunum betra og einnig væri hægt að stjórna því að einhverju leiti hvernig steinarnir snúa þannig að þeir væru sem hentugastir fyrir klifur. Spurningin er bara hvort steinarnir séu hentugir, hvort það sé hentugur staður fyrir þá og hvort hægt sé að fá einhverja styrki hugsanlega frá Reykjavíkurborg til að framkvæma þetta.
Þetta er verðugt verkefni til að skoða og hvet ég ykkur klifuráhugamenn á Íslandi til að athuga þetta. Ekki veitir af meira klifri í bæinn.
Fyrir skömmu koma vaskur hópur klifrara heim frá Mallorca þar sem hópurinn mátaði sig í nokkrar deep water solo klifurleiðir. Þetta er í fyrsta skipti sem íslenskur hópur fer í klifurferð sem þessa en deep water solo merkir það að klifurleiðirnar eru í sjávarhömrum og þegar klifrararnir detta falla þeir niður í hyldýpið fyrir neðan sig.
Til þess að svala forvitni þeirra sem vilja vita hvaða leiðir hópurinn klifraði þá ber okkur að nefna nokkrar þeirra á nafn. Andri Már klifraði Afroman (7b) sem er 18 metra leið í miklu yfirhangi. Leiðin sem Klem Loskot sést klifra í einni Dosage myndanna og hann nefndi In the Night, Every Cat is Black (8a) var klifurð af Kjartani Birni. Ein stelpnanna í hópnum, Ásrún Mjöll, klifraði Hercules (6c) sem er í hellinum Snatch Area á Cala Barques. Hópurinn klifraði á ýmsum svæðum og þar má nefna Cala Barques, Cova de Diablo, Porto Cristo- Tower of Falcons, Es Pontas og Porto Colom.
Föruneytið hélt prýðis myndasýningu eftir mótið á sem haldið var á síðastliðinn sunnudag og viljum við þakka fyrir skemmtilegt myndefni.
Valdimar Björnsson klifraði leiðina Föðurlandið núna fyrr í mánuðnum. Leiðin var boltuð af Jósef og Kristjáni fyrir tveimur árum en hefur verið opið verkefni síðan. Margir af bestu klifrurum landsins spreytt sig á því en engum tekist ætlunarverkið. Leiðin er í Hádegishamri sem er nyrsta klettabeltið á Hnappavöllum. Segja má að leiðin einkennist af nokkrum afar erfiðum hreyfingum og minnir frekar á erfiða grjótglímuþraut – leiðin telur ekki nema 12 metra. Valdimar hyggur að leiðin sé líklega 5.13c eða 5.13d.
Annað sem helst er í fréttum frá Hnappavöllum er að í Hádegishamri eru núna komnar 7 nýjar leiðir. Ekki er vitað um nákvæmar gráður og nöfn á leiðunum en þær eru á bilinu 5.4-5.10c. Kjörið að ná einni góðri ferð austur áður en veturinn gengur í garð og máta sig í þessar.
Þann 12. til 17. ágúst var haldið klifur og útivistarnámskeið á Hnappavöllum, styrkt af Evrópu unga fólksins. Til að byrja með voru sjö klifrarar skráðir en á öðrum degi slóst sá áttundi í hópinn. Veðrið lék við hópinn allan tímann og allir völdu sér leið til að vinna í yfir námskeiðið. Öllum krökkunum gekk vel klifrið og þurftu flestir að velja sér oftar en einu sinni nýtt verkefni þar sem það fyrra var klárað með stæl. Það ber að nefna tvö afrek sem voru unnin á námskeiðinu; Guðmundur fór Miklagljúfur 5.11a og Bryndís klifraði Janus 5.10a. Allir á námskeiðinu lærðu grunnatriðin í línuklifri eins og að tryggja, þó svo að margir hafi kunnað það fyrir, ásamt því að þræða akkeri.
Ævintýraleg ferð var farin í sund á Höfn og einnig út í skipsflak sem niðri við sjóinn sunnan af Hnappavöllum. Mikill áhugi var fyrir grjótglímu í hópnum og bjuggu klifrararnir til nokkrar nýjar þrautir. Allir skemmtu sér konunglega og vildu flestir koma aftur að ári ef það væri í boði.
Útgáfu á væntanlegum grjótglímu leiðarvísi fyrir Hnappavelli hefur verið frestað til næsta sumars. Í staðinn verður hægt að gera betri leiðarvísi næsta sumar og með fleiri leiðum. Margar leiðir sem hafa verið klifraðar átti eftir að fara yfir, merkja gráður og upplýsingar um leiðirnar. Einnig er mikil vinna eftir í kortagerð fyrir svæði.
Stefnt verðu á að gefa út tvo leiðarvísa næsta sumar. Það verður þá Hnappavallaleiðarvísirinn og svo líklega grjótglímu leiðarvísir fyrir Vaðalfjöll eða klifurleiðarvísir fyrir Vestfyrði.
Klifurveggurinn í Íþróttamiðstöð Egilsstaða hefur verið tekinn niður. Veggurinn var staðsettur í einu horni í stórum íþróttasal og hann var ekki mikið notaður samkvæmt starfsmönnum þar. Veggurinn var frekar lítill grjótglímuveggur og með nett yfirhang. Höldurnar voru einnig fremur litlar og hann því ekkert sérstaklega byrjendavænn. Fyrir lengra komna var þetta hins vegar fínasti veggur. Veggurinn hefur hugsanlega verið færður eitthvað annað.
Fyrsti steinninn var settur niður í dag í nýja Hnappavallaleiðarvísinn sem verið er að vinna í. Leiðarvísirinn er sá þriðji í röðinni af þessari grjótglímu leiðarvísa syrpu og fær hann nafnið “Hnappavellir Boulder”. Leiðarvísirinn verður í sama þema og þeir fyrri, nú með grænt litaþema.
Um 120 klifurleiðir og project hafa verið skráð niður en vonast er til að fjöldi þeirra verði í um 140 – 160 þegar leiðarvísirinn verður gefinn út. Ekki er vitað með vissu hvenær leiðarvísirinn verður gefinn út, mikil vinna liggur fyrir höndum, en það verður líklegast í lok sumars eða í haust. Þetta verður þá stærsti grjótglímu leiðarvísirinn sem gefinn hefur verið út á Íslandi.