Setja inn klifursvæði

Allir notendur Klifur.is geta bætt við nýju klifursvæði (Crag).

Setja inn klifursvæði (skref)

  1. Skrá sig inn (log in)
  2. Bæta við nýjum póst með því að smella á +New takkann (efst)
  3. Undir ‘Categories’ velja ‘Crag’
  4. Setja inn upplýsingar

Nánar

Í efsta textagluggann er sett inn almennar upplýsingar um klifursvæðið, aðstöðu, tegund bergs, aðgengi að klettum, aðgengi að vatni o.s.frv. Einnig má hér setja inn myndir (gallerí) af svæðinu.

Í Directions setur þú inn hvernig maður kemst þangað.

Í Type of climbing  hakar þú við tegund klifurs eins og við á. Klifursvæði getur haft fleiri en eina tegund klifurs.

Gott er að vanda sig þegar maður setur inn staðsetningu klifursvæðisins í Map, sérstaklega ef það er erfitt að finna svæðið.

Banner Image er myndin sem byrtist efst á hverri klifursvæði síðu. Best er að crop-a myndina í u.þ.b. rétt hlutföll áður en myndin er sett inn.

Til að setja inn Video er notaður embed kóðinn. Nánar hér.

 

Setja inn klifurleið

Hver sem er getur sett inn nýja klifurleið á Klifur.is*. Í þessari grein er farið í það skref fyrir skref hvernig þú setur inn klifurleið. Að lokum farið yfir nokkrar viðmiðunarreglur sem getur verið gott að hafa í huga þegar ný leið er skráð.

*  Ef þú vilt setja inn efni sendu mér þá póst á jafetbjarkar@gmail.com og ég gef þér aðgang. Þurfti að auka öryggi á síðunni eftir að hún var hökkuð.

Setja inn klifurleið:

  1. Skrá sig inn (log in)
  2. Bæta við nýjum póst með því að smella á +New takkann (efst)
  3. Undir ‘Categories’ velur þú ‘Problem’
    1. BUG: Gætir þurft að refresh-a vafrann hér til að sjá allt
  4. Setja inn upplýsingar um leiðina
  5. Smella á Publish

Continue reading

Setja inn myndband með klifurleið

Það er mjög flott að geta skoðað klifurleið og séð myndband af klifurleiðinni klifraðri á sama stað. Felst myndböndin eru samt þannig að það eru klifraðar nokkrar leiðir í hverju myndbandi. Þannig að til að sjá klifurleiðina klifraða þarf að fara í myndbandið og leita af staðnum þar sem leiðin er klifruð, sem er smá vesen. Það er samt til “næstum” fullkomin lausn við þessum vanda.

Þegar við setjum inn myndband finnum við “embed” kóðann með því að fara í Share -> Embed. Við fáum þá kóðann sem lýtur út einhvern vegin svona:

Continue reading

Leiðarvísar

Hnappavellir Boulder

Hnappavellir BoulderHnappavellir er stærsta klifursvæði á Íslandi og þar er tonn af klifurleiðum. Í þessum leiðarvísi eru 140 klifurleiðir á Hnappavallahömrum og í Salthöfða. Flott kort og góðar leiðarlísingar koma þér örugglega á svæðið og svo eru steinar og svæði merkt vel þannig að þú fáir að klifra flottustu boulder vandamál með sem minnstum fyrirvara.

Myndir í leiðarvísinum eru í lit og lífið hefur aldrei verið betra. Og auðvitað er leiðarvísirinn bæði á íslensku og ensku.

 

Eftir: Jafet Bjarkar Björnsson
Útgáfuár: 2013
Klifursvæði: Hnappavellir
Tegund klifurs: Boulder
Sölustaðir: Klifurhúsið

Reykjanes Boulder

ForsíðaÍ Reykjanes Boulder eru tekin fyrir þrjú klifursvæði á Reykjanesinu og Öskjuhlíðina í Reykjavík. Svæðin eru öll í minni kantinum en engu að síður skemmtileg í klifri og falleg og þar að auki nálægt höfuðborginni. Í Öskjuhlíðinni stíga margir fyrstu skrefin sín í grjótglímu og er þá gott að hafa leiðarvísinn við höndina.   Í Reykjanes Boulder eru skráðar 108 grjótglímuleiðir sem eru frá 5a til 7c.

Eftir: Jafet Bjarkar Björnsson
Útgáfuár: 2010
Klifursvæði: Gálgaklettar, Hörzl, Valbjargargjá, Öskjuhlíð
Tegund klifurs: Boulder
Sölustaðir: Klifurhúsið

Jósepsdalur Boulder

Jósepsdalur front pageSnemma á þessari öld var byrjað að klifra í Einstæðingi í Jósepsdal. Sumarið 2007 fóru klifrarar að klifra í steinunum í brekkunni og leyndist þar fjöldinn allur af háklassa grjótglímuþrautum. Nú hafa hátt í 100 þrautir verið klifraðar á svæðinu sem er orðið stærsta grjótglímusvæðið á suðvestur-horninu.

Eftir: Jafet Bjarkar Björnsson
Útgáfuár: 2009
Klifursvæði: Jósepsdalur
Tegund klifurs: Boulder
Sölustaðir: Klifurhúsið

Hnappavallahamrar Klifurhandbók

Leiðarvísirinn er uppfullur af fróðleik um þetta stærsta klifursvæði Íslands. Í hann eru skráðar allar kletta-, ís- og dótaklifurleiðir sem klifraðar hafa verið á Völlunum. Einnig eru þar að finna þó nokkrar grjótglímuþrautir.

Eftir: Jón Viðar Sigurðsson og Stefán Steinar Smárason
Útgáfuár: 2008
Klifursvæði: Hnappavellir
Tegund klifurs: Sportklifur og dótaklifur
Sölustaðir: Klifurhúsið

PDF:

Þórshöfn

Heimilisfang: Langanesvegi 18b
Sími: 468 1515
Heimasíða: www.langanesbyggd.is
Heimasíða fyrir sundlaug: www.sundlaugar.is
Netfang: sveitarstjori@langanesbyggd.is

Klifurveggurinn stendur í Íþróttahúsi bæjarins á milli tveggja límtrés bita sem er undirstaða hússins. Veggurinn er nánast lóðréttur neðst en verður meira yfirhangandi eftir því sem ofar er farið í hann. Veggurinn er 4,7 metrar á breidd og 8,25 metrar á hæð og er þar hægt að stunda bæði ofanvaðs- og sportklifur. Tvær klirfurlínur eru í veggnum sem hægt er að nota.

Ofarlega á veggnum var komið fyrir kassa sem myndar skemmtilegt þak til að klifra á og einnig aðstöðu fyrir björgunarsveitamenn til að gera æfingar.

Það er ekki hægt að legja klifurskó á staðnum.

Opnunartími

Sumar:
Helgar: 11:00-17:00
Virka daga: 8:00-20:00

Vetur:
Mánudag til fimmtudags 16:00-20:00
Föstudaga 15:00-19:00
Laugardaga 11:00-14:00
Sunnudaga lokað

Verð

Það kostar 500 krónur til að komast í vegginn og þá er einnig hægt að fara í sund og heitan pott.

Myndir

 

Kort


View Rock climbing – Iceland in a larger map

Orðabók

CLIMBING

KLIFUR

 

Aid climbing Stigaklifur Klifur þar sem notast er við búnað í stað handa til að komast á topp.
Alpine climbing Alpaklifur/fjallaklifur Alpaklifurleiðir hafa oft markmið að enda á einhverskonar tind eða hápunkti. Alpaklifur klofnaði frá fjallgöngum þar sem að klifrið einblýndi meira á leiðina sem var farin frekar en tindinn sem var endað á. Til að klifrarar gætu farið erfiðari og meira krefjandi alpaklifurleiðir þá þurftu þeir að vera færir í klifri í klettum, á ís og í snjó. Alpaklifurleið getur innihaldið allt þrennt í einni leið eða bara einn stíl. Til að æfa fyrir alpaklifur fóru klifrarar að klifra styttri leiðir (einnar spananar) í klettum og ís. Þessar æfingar urðu svo að sér klifurstílum eins og dótaklifri, sportklifri og ísklifri. Þessir stílar fóru svo að snúast meira um leiðina sjálfa og erfiðleika hennar en markmiðið með að enda á einverskonar tindi fékk minna vægi eða ekkert. Þetta ferli hélt svo áfram og æfingar fyrir sport- og dótaklifur urðu að grjótglímu og inniklifri og æfingar inni spruttu af sér hraðaklifur og kvikan stíl
Big wall Fjölspannaklifur Klifurleið sem tekur margar línulengdir til að klára.
Boulder Grjótglíma Klifur þar sem notast er við dýnur til að verja fall.
Crack climbing Sprunguklifur Klifur eftir sprungu í vegg.
Deepwater solo Vatnsklifur? Klifur þar sem vatn/sjór fyrir neðan klifurleiðina er eina trygging klifrarans.
Drytool Þurrtólun Klettaklifurleiðir sem eru klifraðar með ísöxum og mannbroddum en eru þurrar og íslausar. Þessi stíll er stundaður á bergi þar sem sport og dótaklifur henta ekki vel. Athugið að skráðar sport eða dótaklifurleiðir skal aldrei klifra með ísöxum, þar sem það rispar og skemmir bergið.
Free solo Einklifur? Klifur án nokkurar tryggingar eða öryggis.
Highball Háglíma Grjótglímuleð sem fer það hátt upp að hætta getur stafað af.
Ice climbing Ísklifur Klifurleiðir sem þar sem einungis er klifrað á ís og til þess eru notaðar ísaxir og mannbroddar. Ísklifur er stundað í frosnum fossum, á jöklum og á sprey ís sem getur myndast nálægt vatnsmeiri fossum sem ekki ná að frjósa.
Indoor climbing Artificial climbing Inniklifur/manngert klifur, Einskonar regnhlífarhugtak yfir klifurstíla sem eru stundaðir innanhúss eða á manngerðum veggjum.
Lead climbing Leiðsluklifur Form klifurs þar sem klifrari kemur fyrir tryggingum í klettinum á meðan er klifrað (dótaklifur) eða klippir línuna í búnað sem komið hefur verið fyrir í leiðinni (sportklifur).
Mixed climbing Blandað klifur Klifurleiðir sem eru klifraðar með ísöxum og í mannbroddum. Hluti af klifurleiðinni er á ís en hluti af leiðinni er á bergi. Klettahlutar í blönduðum klifurleiðum eru ýmist tryggðar með hnetum og vinum líkt og í dótaklifri eða boltum hefur verið komið fyrir líkt og í sportklifri.
Multi pitch climbing Fjölspannaklifur Klifurleið sem er meira en ein línulengd, getur verið í hvaða klifurstíl sem er.
Rock climbing Klettaklifur Einskonar regnhlífarhugtak sem nær yfir dótaklifur, sportklifur, grjótglímu, þurrtólun, stigaklifur, sawanobori og hverskonar klifur sem er stundað úti á klettum.
Speed climbing Hraðaklifur Ein af ólympíugreinum klifurs, einskonar lóðrétt hlaup. Hraðaklifur er alltaf stundað á eins klifurleiðum á eins veggjum og hingað til hefur leiðinni ekki verið breytt. Eins og nafnið gefur til kynna er hraðaklifur keppni um að komast sem hraðast á topp leiðar. Heimsmetið í hraðaklifri er 5,2 sek á 15m vegg.
Sport climbing Sportklifur Klifur þar sem notast er við reipi og annan búnað til að verja fall. Boltum (augum) hefur þá verið komið fyrir í veggnum.
Sawanobori Vatnsklifur/fossaklifur Klifurstíll sem á uppruna sinn að rekja til Japan og er að megninu til stundaður þar. Í fossaklifri er á fylgt alla leið að uppruna sínum, á móti straumnum í gegnum fossa flúðir og hyli. Enn sem er hafa engar slíkar leiðir verið skráðar á Íslandi.
Top-rope Ofanvaður Tegund klifurs þar sem línan er tryggð í akkeri á toppi leiðar áður en byrjað er að klifra.
Traditional climbing Dótaklifur Tegund klifurs þar sem klifrari kemur sjálfur fyrir tryggingum í klettinum (oftast í sprungum).
Winter climbin Vetrarklifur Einskonar regnhlífarhugtak yfir ísklifur, blandað klifur, alpaklifur, þurrtólun, háfjallaklifur alla þá klifurstíla sem eru stundaðir að vetri til, í vetrar aðstæðum eða með ísöxum.

HOLDS

GRIP

 

Bicycle Hjólagrip Grip klemmt með fótunum þannig að annar fóturinn ýtir en hinn togar í tákrók. Oftast notað í yfirhangi eða þaki.
Campus Fótalaust klifur Klifur þar sem einungis hendurnar eru notaðar.
Crimp Fingraklifur Lítil grip sem reyna mikið á fingurgómana.
Gaston Gaston Grip sem er bara gott ef haldið er í það frá hlið með olnbogann snúinn út frá líkamanum.
Jug Krús (juggari) Stór og djúp grip.
Match Sameina Báðar hendur settar á sömu höldu.
Mono Puttahola Lítil hola þar sem er bara hægt að koma fyrir einum putta. Einnig til tveggja- og þriggja puttaholur.
Pinch Kreistugrip Grip sem er tekið um með fingrum og þumli.
Side pull Hliðargrip Lóðrétt grip sem er einungis hægt að halda í með því að toga til hliðar (eins og gaston en snýr akkúrat öfugt).
Sloper Ávalar höldur Sleip/slétt grip. Lófinn oft notaður til að halda gripi.
Undercling Undirtak Haldið í grip þar sem lófinn snýr upp.

MOVEMENT

HREYFING

 

Cross-over Krossa Fara með aðra hendina yfir hina til að ná í næstu festu.
Deadpoint Dauðpunkta Löng hreyfing án stökks þar sem mistök valda falli.
Drop knee Hnédýfa Eftir að stigið er á fótfestu er fætinum snúið inn á við og hnéð beygt. Þannig er oft hægt að koma líkamanum nær veggnum svo hægt sé að ná í næstu festu.
Dyno Eðlustökk Þegar sá sem klifrar stekkur til að ná á milli gripa.
Flag Flagga Þegar fótur er settur út til að auka jafnvægi.
Heel hook Hælkrókur Hællinn settur á höldu og tekur þar með þyngd af höndunum. Yfirleitt notað í yfirhangi eða þaki.
Hip roll Mjaðmasnúningur Mjöðminni snúið til hliðar til að koma henni nær veggnum og taka þannig þyngd af höndunum.
Knee-bar Hnélás Fótur og neðri hluti læris settur á milli tveggja flata þannig spenna myndast. Góð staða sem er oft gott að hvíla hendur í.
Lay back ? Þá eru fæturnir notaðir til að ýta líkamanum til hliðar svo hægt sé að halda í hliðargrip.
Lock Off Læsa Halda í grip með annarri hendi og toga upp með nógu miklum styrk til að geta fært hina hendina á næsta grip.
Mantle Mjaka Þegar klifrað er upp á brún, svipað og þegar farið er upp úr sundlaug
Smear Smyrja Sólinn settur á steininn þar sem eru engin augljós fótstíg. Oft notað í slabb klifri.
Stem Strompklifur Líkamanum haldið upp með því að pressa höndum og/eða fótum í sinn hvorn vegginn sem eru á móti hvor öðrum eða mynda einhverskonar horn.
Step-trough Krossskref? Stigið inn á við fyrir framan fótinn sem stígur á vegginn. Oft notað í hliðrunum (traverse).
Swap feet Fótaskipti Skipt um fót á sömu fótfestu.
Top-out Toppa Þegar grjótglímuleið endar með því að klifrað er upp á steininn.
Traverse Hliðrun Þegar klifrað er til hliðar (ekki upp).
Twist lock ? Hreyfing mikið notuð í yfirhangs klifri. Þá er snúið upp á líkamann þannig að önnur öxlin fer fram en hin aftur og getur maður þannig náð að teygja sig lengra upp vegginn.

ACHIVEMENTS

AFREK

 

On-sight Beint af augum Klifra leið í fyrstu tilraun án þess að hafa fengið upplýsingar um leiðina fyrirfram.
Flash Blossi Klifra leið í fyrstu tilraun með því að fá upplýsingar um leiðina fyrirfram.
Redpoint Rauðpunkta Klifra leið eftir að hafa farið yfir hreyfingar eða fengið upplýsingar um leiðina.
Greenpoint Grænpunkta Sportklifurleið klifruð í dótaklifurstíl án þess að nota bolta.
Pinkpoint Bleikpunk Klifurleið leidd án falls en öllum tryggingum hefur verið komið fyrir í leiðinni áður en lagt er af stað. Oftast notað í dótaklifri en á sumum stöðum í heiminum eru sportklifurleiðir ekki taldar hafa verið rauðpunktaðar nema að tvistum hafi verið komið fyrir á meðan klifrað er. Almennt gera sportklifrarar ekki mun á bleikpunkti og rauðpunkti né setja út á það að leið klifruð beint af augum eða í blossa hafi verið með tvistum í áður en lagt er af stað.
Toprope Ofanvað Leið klifruð þar sem öryggislínu hefur verið komið fyrir á toppinum. Ofanvað býður oftast upp á styttri föll og mýkri föll auk meiri öryggistilfinningu. Ofanvað er oft notað til gamans eða æfinga og skiptir ekki máli hvort að klifrari setjist í línuna, fái smá stuðning frá henni eða komist á toppinn yfir höfið.

CRAG

KLETTAR

 

Slab Slabb Aflíðandi klettur.
Vertical Lóðrétt Lóðréttur klettur.
Overhanging Yfirhangandi/slúttandi Yfirhangandi klettur.
Roof Þak Klettur sem er það mikið yfirhangandi að hann er láréttur

OTHER

ANNAÐ

 

Belayer Tryggjari Sá sem tryggir klifrarann með því að stjórna reipinu.
Brake hand Bremsuhendi Hönd tryggjara sem heldur klifurlínu öruggri.
Clip Klippa Notað í sportklifri þegar línan er fest í karabínu eða tvist.
Elvis leg Elvisinn Þegar fætur skjálfa óstjórnlega í klifri vegna mikillar áreynslu.
Beta Lausn Upplýsingar um hvernig á að klifra ákveðna klifurleið.
Krux Erfiður kafli (EK) Erfiðasti partur leiðar.
Pitch Spönn Sú lengd klifurleiðar sem er hægt að framkvæma með einni línulengd. Sjá fjölspannaklifur.
Pumped Pumpuð/pumpaður Líkamlegt ástand sem veldur minni styrk í framhandleggjum þegar verið er að klifra.
Ground Brotlenda (gránda) Notað í sportklifri þegar klifrari dettur í jörðina áður en línan nær að grípa hann.
Problem Grjótglímuleið Notað í grjótglímu um klifurleið.
Route Leið/klifurleið Leið upp kletta, ís eða tilbúinn vegg sem einhver hefur klifrað áður og klifrari reynir að endurtaka.
Project Verkefni Klifurleið í vinnslu. Meðan unnið er að því að klifra klifurleið í fyrsta sinn og þar með búa hana til. Verkefni geta verið ýmist opin eða lokuð. Opin verkefni eru opin fyrir hvern sem er til að verða fyrstur til að klifra leiðina en lokuð verkefni bíða þess að sá sem lagði vinnu í að gera leiðina nái að klifra hana. Einnig eru til persónuleg verkefni þar sem að klifrari setur mikla vinnu í að ná að klifra skráða klifurleið. Oftast eru persónuleg verkefni nálægt getumörkum viðkomandi klifara.

COMMANDS

SKIPANIR

 

Take! Taka! Þegar klifrari gefst upp og vill setjast í línuna.
Slack Gefa! Þegar klifrari vill fá meiri slaka á línuna.
Stone! Steinn! Öskra “STEEEEEINN” þegar þú setur af stað stein sem getur valdið öðrum hættu.
Ice! Ís Það sem maður öskrar þegar ís fellur úr ísklifurleið.
Rope! Lína! Öskra “LÍNA” þegar lína er hreynsuð úr leið.

GEAR

BÚNARÐUR

 

Belay device Tryggingartól
Bolt Bolti
Cam/Camalot/Frends Vinir
Carabiner Karabína
Chalk Kalk
Climbing helmet Klifurhjálmur
Climbing shoes Klifurskór (túttur)
Crampons Mannbroddar/broddar
Dogbone bein
Hanger Auga
Harness Klifurbelti/Belti
Hex Hexur
Ice axe Ísexi
Ice screw Ísskrúfa
Nut Hneta
Piton Fleygur
Quickdraw Tvistur
Rope Lína
Screamer Öskrari Bein í tvist með laust saumuðum lykkjum. Ef klifrari dettur í öskrara þá rifna lykkjurnar, öskrarinn lengist áður en hann grípur og hann drekkur í sig hluta af orkunni úr fallinu og setur þannig minna álag á trygginguna sem tvisturinn er klipptur í.
Sky hook Skýjakrókur?
Sling Slingur/borði

Linkar

Klifur á Íslandi

Súlur

Heimilisfang: Hjalteyrargata 12
Sími: 460-7550
Heimasíða: sulur.is
Netfang: sulur@sulur.is

Veggurinn skiptist í grjótglímu og leiðsluklifur og nær allt að 8 metra hæð. Nokkuð er um merktar leiðir sem er hægt að klifra eftir.

Á þriðjudögum og fimmtudögum eru “Opin kvöld” frá kl. 20:00 og þá er opið fyrir alla sem vilja koma og klifra.

Umsjónarmenn veggsins:
Magnús Smári | S: 691-1513 | Netfang: magnus@klifur.is
Jón Heiðar | S: 892-2147

Opnunartími

Þriðjudagar og fimmtudagar:

Opin kvöld eftir kl: 20:00

Verð

Eitt skipti: 500 kr.

Myndir

 

Kort


View Rock climbing – Iceland in a larger map

Björk

Heimilisfang: Haukahraun 1
Sími: 565-2311
Heimasiða: www.fbjork.is
Netfang: fbjork@fbjork.is

Fimleikafélagið Björk starfrækir klifurdeild innan félagsins. Þar æfa um 80 krakkar á öllum aldri klifur. Einnig geta klifrarar komið og klifrað í veggnum á opnunartíma hússins. Allan búnað er hægt að fá leigðan á staðnum en gerð er krafa um grunnkunnáttu í línuklifri til þess að geta klifrað í línuklifurveggnum.

Í Björk er 7 metra hár línuklifurveggur og einnig er boulderveggur. Í línuklifurveggnum er aðallega klifrað með ofanvaði. Námskeið fyrir foreldra eru haldin tvisvar sinnum á ári og eru þau auglýst sérstaklega.

Opnunartími

Vetur:
Mánudaga til föstudaga 08:00 til 23:00

Sumar:
Mánudaga til föstudaga 08:00 til 23:00
Laugardaga og sunnudaga 09:00 til 19:00

Lokað í júlí

Verð

Eitt skipti: 800 kr.
Eitt skipti 18 ára og yngri: 400 kr.

Myndir

Kort


View Rock climbing – Iceland in a larger map

Laugarvatn

Heimilisfang: Lindarskógur 1
Sími: 862-5614
Netfang: smari@hi.is

Nemendur við menntaskólann og háskólann á Laugarvatni hafa æfingaraðstöðu í björgunarsveitarhúsinu Lindarskógi 1. Veggurinn er 6-7 metra hár og þar er stunduð grjótglíma og eru dýnur undir öllum veggjum. Einnig er möguleiki að klifra í ofanvaði. Klifurskó og kalk verður maður að koma með sjálfur.

Umsjónarmaður veggjarins er Smári, sími: 862-5614.

Opnunartími

Vetur:
Mánudaga og fimmtudaga 16-18 eða hafa samband við umsjónarmann.

Sumar:
Leitið upplýsinga til umsjónarmanns

Verð

1 skipti: 500 kr.

Myndir

Kort


View Rock climbing – Iceland in a larger map

Klifurhúsið

Heimilisfang: Ármúla 23
Sími: 553-9455
Heimasíða www.klifurhusid.is
Netfang: klifurhusid@klifurhusid.is

Í Klifurhúsinu er hægt að æfa grjótglímu og eru þykkar dýnur undir öllum veggjum þannig að nóg er að vera með klifurskó og kalkpoka. Þennan búnað er hægt að fá leigðan á staðnum.

Til viðbótar við klifuraðstöðuna er lyftingaraðstaða þannig að þeir sem vilja lyfta með klifrinu þurfa ekki að fjárfesta í korti í ræktina líka. Einnig er þrekhjól, dýnur, teygjur og annað þess háttar á staðnum.

Klifurhúsinu selur flest allan búnað sem þarf til þess að stunda grjótglímu og sportklifur. Frekari upplýsingar um vöruúrvalið er að finna á hér.

Upplýsingar um verð og opnunartíma er hægt að sjá á síðu Klifurhússins.

Myndir

Kort


View Rock climbing – Iceland in a larger map

Dótaklifur

Dótaklifur

Dótaklifur er mjög svipað og sportklifur fyrir utan það að klifrarinn kemur tryggingunum fyrir sjálfur. Tryggingunum oftast komið fyrir í sprungum en það er mismunandi hvaða tegund er notuð eftir því hvernig sprungan er í laginu. Til þess eru notaðir spennikambar, hnetur, hexur og annar svipaður búnaður.

 

Það er nauðsynlegt að stíga fyrstu skrefin í dótaklifri með vönum leiðbeinanda. Dótaklifur getur reynst afar hættulegt ef kunnátta klifrarans við að setja inn tryggingar og önnur línuvinna er ekki viðunnandi.

Búnaður

Til þess að geta stundað dótaklifur þarf hver klifrari að eiga: klifurskó, kalkpoka og belti. Sá búnaður sem er “sameiginlegur” er: klifurlína, læst karabína, tryggingartæki og ca. 8 tvistar (gott að hafa þá langa eða framlengjanlega). Einnig þarf að eiga tryggingar en það er mismunandi hvað mönnum finnst vera hæfilegur búnaður. Þetta er þess vegna aðeins tillaga að búnaði: Hnetusett (3-11), Spennukambar (0,75-2) og hnetulykill.

TútturkalkpokiBeltiKlifurlína KarabínaTvisturTúbaGrigrihnetaVinurhnetulykill

Sjá nánar um búnað

Klifursvæði

Á flestum línuklifursvæðum er að finna dótaklifurleiðir en einnig eru til klifursvæði þar sem aðeins er klifrað í dóti. Þau dótaklifursvæði sem eru mest sótt eru Gerðuberg og Stardalur (linkur á klettaklifursvæði). Klettarnir á þessum svæðum eru úr stuðlabergi sem hentar afar vel til að setja inn tryggingar.

Námskeið

Það eru ekki haldin nein sérhæfð námskeið í dótaklifri. Við bendum þeim sem hafa gífurlegan áhuga á að fara stunda dótaklifur að hafa samband við einhvern vanan klifrara og klifra með honum í línu um hríð til þess að læra réttu handtökin af honum.

Myndir

Sportklifur

Sportklifur

Sportklifurleiðir eru vanalega um 8 til 30 metrar og eru klifrararnir tryggðir með línu. Á sportklifursvæðum er búið að koma fyrir augum í klettunum til þess að tryggja klifrarana. Til eru mismunandi aðferðir við að klifra leiðir. Þar ber helst að nefna: Beint af augum, Flash (Leiftra), rauðpunt eða ofanvaður.

 

Það er nauðsynlegt að stíga fyrstu skrefin í klettaklifri með vönum leiðbeinenda eða sækja námskeið í sportklifi.

Búnaður

Til þess að geta stundað sportklifur utanhúss þarf hver klifrari að eiga: klifurskó, kalkpoka og belti. Sá búnaður sem er “sameiginlegur” er: klifurlína, læst karabína, ca. 8 tvistar og tryggingartæki (t.d. túba eða grigri).

TútturkalkpokiBeltiKlifurlína KarabínaTvisturTúbaGrigri

Sjá nánar um búnað

Klifursvæði

Það eru sportklifursvæði víða um landið en það stærsta er Hnappavellir í Öræfasveit. Valshamar er mikið sótt af klifrurum á fögrum sumarkvöldum og er afar byrjendavænt. Það er staðsett í Eilífsdal í Esjunni.

Námskeið

Klifurfélag Reykjavíkur heldur reglulega námskeið fyrir byrjendur á sumrin. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru að finna á heimasíðu Klifurhússins.

Myndir

Grjótglíma

Grjótglíma (boulder)

Grjótglímur er hægt að stunda bæði innan- og utanhúss. Oftast er klifrað í lágum klettabeltum eða steinum sem eru um 2 til 3 metrar á hæð. Þú ert ekki bundinn af því að vera með félaga til þess að stunda grjótglímu eins og í sportklifri. Það er samt sem áður þannig að þetta er sú grein klifurs þar sem félagsskapurinn er hvað mestur. Oft myndast mikil stemming meðal klifrara þegar margir koma saman við að leysa grjótglímuþrautir.

Búnaður

Til þess að stunda grjótglímu þarf aðeins klifurskó og kalkpoka. Þegar farið er út í náttúruna að klifra í klettum er samt einnig æskilegt að vera með dýnu.

TútturkalkpokiDýna

Sjá nánar um búnað

Klifursvæði

Það eru þó nokkur grjótglímuklifursvæði í Reykjavík og nágrenni. Það stærsta er Jósepsdalur en einnig eru minni svæði í Öskjuhlíð og Hafnarfirðinum.

Námskeið

Það er ekki nauðsynlegt að sækja námskeið til þess að fara að stunda þessa tegund klifurs. Margir byrja bara á því að kaupa sér aðgangskort í klifursal. Klifurfélag Reykjavíkur heldur reglulega námskeið fyrir byrjendur á veturna í Klifurhúsinu. Nánari upplýsingar um námskeiðin er að finna á heimasíðu Klifurhússins.

Myndir

Gráðutafla

Skandin. Bretland Ástralía BNA UIAA Frakkland Hueco Breskar
               
          5a V0  
          5b V1  
          5c V2  
6-   19 5.10a VI+ 6a V3 B3/4
6-/6 E2 5c 19/20 5.10b VII- 6a+ V3/4 B4
6   20 5.10c VII 6b V4 B4/5
6+ E3 5c+ 21 5.10d VII+ 6b+ V4/5 B5
7-   21/22 5.11a VII+/VIII- 6c V5 B5/6
7 E4 6a+ 22 5.11b/c VIII- 6c+ V5/6 B6
7+   23 5.11d VIII 7a V6 B7
7+/8- E5 6b 24 5.12a VIII/VIII+ 7a+ V7 B8
8-   25 5.12b VIII+ 7b V8 B8/9
8 E6 6b+ 26 5.12c IX- 7b+ V8/9 B9
8/8+   27 5.12d IX 7c V9 B10
8+   28 5.13a IX/IX+ 7c+ V10 B10/11
9- E7 6c+ 29 5.13b IX+ 8a V11 B11
9-/9   30 5.13c X- 8a+ V12 B12
9 E8 7a 31 5.13d X 8b V13 B13
9/9+   32 5.14a X+ 8b+ V14 B14
9+ E9 7a+ 33 5.14b XI- 8c V15 B15
    34 5.14c XI 8c+    
  E10 7b 35 5.14d XI+ 9a    
    36 5.15a XII- 9a+    
    37 5.15b XII 9b    
          9b+    

Búnaður

Klifurskór (klifurtúttur)

klifurskórSérhannaðir klifurskór eru venjulega notaðir í klettaklifri. Til að auka grip fótanna við klettinn er notað gúmmí sem hylur skóinn að utan. Klifurskórnir eru venjulega aðeins nokkurra millimetra þykkir og smellpassa utan um fótinn. Best er að versla sér frekar litla klifurskó því auðveldara er að stíga á litlar fótfestur ef klifurskórnir eru þröngir. Klifrarar láta stundum endursóla gömlu klifurskóna sína til að minnka kostað.

Karabína

KarabínaKarabínur eru hringlaga tól úr málmi og eru notaðar til ýmissa tenginga. Á þeim er opnari sem er haldið aftur með fjöður. Áður fyrr voru karabínur yfirleitt úr stáli en í dag eru karabínur notaðar í klettaklifri nánast eingöngu búnar til úr léttri álblöndu. Karabínur úr stáli eru sterkari en mun þyngri. Þær eru oft notaðar af fallhlífarstökkvurum og leiðbeinendum með hópa.Til eru margar útfærslur af karabínum en þeim má aðallega skipta í tvo flokka, læstar og ólæstar. Á læstum karabínum er öryggi til að koma í veg fyrir að þær opnist ekki óvart. Læstar karabínur eru notaðar í mikilvægar tengingar þar sem ekkert má klikka. Ólæstar karabínur eru t.d. notaðar í tvista.Karabínur eru til í alls konar útgáfum eins og karabínur með víropnara, beygðan opnara og beinan opnara. Opnararnir hafa mismunandi styrk og tilgang. Flestar karabínur eru framleiddar með beinum opnara. Karabínur með beygðum opnara og víropnara er yfirleitt að finna á tvistum og er til að auðvelda klifrurum að klippa klifurlínuna í tvistinn.

Tvistur

tvisturTvistar eru notaðir af klifrurum til að tengja sig í bolta, akkeri eða aðra tryggingu. Tvistar eru samansettir úr tveimur ólæstum karabínum og stuttu sérsaumuðu vínilreipi. Í sumum tilfellum getur verið hentugt að lengja tvista með því að taka vínilbandið af og setja sling í staðinn.Karabínan sem er hugsuð til að klippa í bolta er með beinan opnara til að minnka líkurnar á að hann klippist úr boltanum. Á hinum endanum er karabína með beygðum opnara eða víropnara til að auðvelda klifraranum að klippa línuna í tvistinn.

Klifurbelti

KlifurbeltiKlifurbelti eru notuð til að tengja persónu við klifurlínu. Flest klifurbelti eru sett utan um mittið. Klifurbelti hafa yfirleitt lykkjur saumaðar á fyrir klifurbúnað.
Til eru margar tegundir af klifurbeltum sem þjóna mismunandi tilgangi. Það eru t.d. belti fyrir krakka sem ná yfir axlirnar, belti fyrir fjölspannaklifur sem eru mýkri og þægilegri og belti fyrir fjallgöngumenn sem eru léttari og nettari.

Klifurlína

KlifurlínaKlifurlínur eru settar saman úr kjarna og ytra lagi (kápu). Kjarninn gefur um 80% styrk línunnar en kápan sem er fléttuð saman er hugsuð til að gera hana betri í meðhöndlun.
Hægt er að skipta klifurlínum í tvo flokka, dínamískar og statískar línur. Dínamískar línur eru teygjanlegar og henta vel fyrir fólk í klettaklifri. þær mýkja fallið fyrir klifrarann og álag á allan búnaðinn minnkar. Statískar línur eru yfirleitt sverari og teygjast mun minna. Þær eru helst notaðar til að síga niður kletta og í fjallgöngur.

Átta

ÁttaÁtta er búnaður hannaður fyrir sig. Til eru áttur sem er hægt að nota til að tryggja klifrara í línuklifri en yfirleitt henta þær illa þar sem þær taka illa föll og erfitt er að draga línuna í gegn.
Með áttu hefur maður góða stjórn og mikinn hraða þegar verið er að síga.

Túba

TúbaTúba er notuð í klifri til að tryggja klifrara. Klifurlínan er þrædd í gegnum túbu og karabínu sem veldur viðnámi og án mikillar fyrirhafnar er hægt að læsa línunni og stöðva fallandi klifrara. Túbu er einnig hægt að nota til að síga niður kletta.

Nokkrar útfærslur eru til af túbunni en þær virka nánast allar eins

Grigri

grigriGrigri er sérhannað fyrir klettaklifrara og virkar mjög svipað og túba. Línan er þrædd í gegnum tækið sem er svo læst með karabínu. Ólíkt túbunni læsir grigri sér sjálfkrafa þegar togað er snögglega í línuna.
Grigri er vinælt tryggingartól meðal klifrara enda vandað og öruggt. Helstu gallar er hversu dýrt það er og einnig er hætta á því að línan sé þrædd í öfuga átt en þá getur skapast smá hætta.

Hneta

HnetaHnetur eru einfaldlega málmkubbur fastur við vír. Þetta eru tól til að búa til tryggingu í klett. Henni er komið fyrir í sprungu og svo er togað í þar til hún situr föst. Klifurlínan er svo fest við vírlykkjuna með karabínu eða tvist.

Hnetulykill

HnetulykillÞegar hnetur hafa tekið fall standa þær oft pikkfastar í klettinum. Þá er gott að hafa hnetulykil til að losa hnetuna úr sprungunni.

Vinur

VinurVinur samanstendur úr þremur eða fjórum kambhjólum sem er komið þannig fyrir á einum eða tveimur öxlum, að þegar togað er í vír sem tengist við öxulinn þrýstast kambhjólin í sundur. Togað er í lítið skaft sem er utan um vírinn og fara þá kambhjólin saman svo hægt sé að koma þeim fyrir í sprungu eða vasa í klettinum. Þá er skaftinu sleppt og spennast þá kambhjólin sundur með fjöður og helst hann þannig fastur á sínum stað. Eftir því sem togað er fastar í vininn því fastar þrýstir hann sundur í klettinn. Klifurlínan er fest við vininn með karabínu eða tvist.

Kalk

kalkKalk er fínt duft sem eykur grip með því að drekka í sig svita. Kalk inniheldur aðallega magnesíum karbónat en einnig er oft sett út í það magnesíum súlfat sem gerir þurrkinn meiri.
Á svæðum þar sem rigning er fátíð eða klettar eru í skjóli frá rigningu getur kalkið safnast upp í vinsælum klifurleiðum. Af þeim ástæðum er kalkið stundum umdeilt þar sem það þykir ekki falleg sjón. Komið hefur verið til móts við þetta vandamál með því að bjóða upp á litað kalk sem er í sama lit og klettarnir á svæðinu. Þetta er ekki vandamál á Íslandi.

Kalkpoki

KalkpokiKalkpoki er yfirleitt settur utan um mittið og þannig getur klifrari kalkað hendurnar í miðri leið og aukið gripið.
Til eru stærri kalkpokar en þeir eru aðallega hugsaðir fyrir grjótglímu. Þeir eru geymdir á jörðinni meðan klifrarinn fer í klettinn.

Hjálmur

HjálmurHjálmurinn er mikilvægur öryggisbúnaður. Hann ver höfuðið fyrir höggi og fallandi hlutum. Í klifri er alltaf smá hætta á að reka höfuðið í þegar klifrari dettur.
Þegar klifrað er í ísklifri eða klettaklifri þar sem mikið er af lausum steinum er mjög mikilvægt að nota hjálm, sérstaklega fyrir þann sem er fyrir neðan að tryggja.

Dýna

Dýna,,Boulder-dýna” er notuð í grjótglímu til að mýkja lendinguna við fall. Þær eru oftast gerðar úr 4-10 cm. þykku frauði sem er pakkað inn í sterkan dúk. Á dýnum eru oftast handföng og þeim er auðvelt að pakka saman til að auðvelda flutning.

SlingurSlingur

Slingur er sterk ól sem er saumuð saman og myndar lykkju. Sling er hægt að setja utan um stein til að búa til tryggingu, nota með öðrum klifurbúnaði og margt fleira. Slingar eru stundum notaðir til að lengja tvista.

Dísuhlekkir

DísuhlekkirÞessi búnaður er svipaður og slingur nema hann er saumaður samann á nokkrum stöðum og myndar þannig borða með mörgum minni lykkjum. Dísuhlekkir (dasy chain) er aðallega notaðir í fjölspannaklifri til að tengja klifurbelti við akkeri. Klifrarinn getur þá notað lykkjurnar til að stilla fjarlægð sína frá klettinum.

Burstar

BurstarÍ klifri eru burstar notaðir til að þrífa kalk úr leiðum og önnur óhreinindi. Í inniklifri safnast oft upp kalk á gripunum og þá getur verið gott að pússa aðeins af til að fá betra grip. Í útiklifri þarf einnig stundum að hreinsa leiðir en þá er það yfirleitt mosi, sandur eða ryk.
Burstarnir eru yfirleitt með mjúkum hárum (ekki ósvipaðir tannburstum) en einnig er hægt að fá sér vírbursta. Vírbursta notar maður aðeins á mestu óhreinindin eins og þegar leið hefur ekki verið klifruð og mikill mosi og gróður er á klettinum.

Júmmari

JúmmariJúmmari er notaður til að hífa sig upp reipi. Júmmarinn er settur utan um reipið og læstur með karabínu. Reipið rennur þá í gegn aðra áttina en læsist þétt um línuna þegar togað er í hina. Júmmarinn er fyrst festur í klifurbeltið með t.d sling og svo settur utan um línuna og svo læstur með karabínu. Tveir júmmarar eru venjulega notaðir til að hífa sig upp línu.
Til er önnur tegund af júmmara. Sá hefur þann eiginleka að línan getur runnið í báðar áttir en þegar kippt er snöggt í línuna þá læsist hún.

Useful

Um klifur

Grjótglíma
Sportklifur
Dótaklifur

Klifurveggir

Klifurveggir eru tilbúnir veggir með gripum fyrir hendur og fætur til að klifra á. Klifurveggir eru gerðir úr krossviðarplötum eða öðru sambærilegu efni. Á plötunum eru göt með skrúfgangi til að festa gripin á. Gott er að byrja á því að æfa sig á klifurvegg áður en farið er út að klifra á klettum.

Klifurhúsið
Björk
Laugarvatn
Súlur
Þórshöfn

Annað

Búnaður
Leiðarvísar
Vegalengdir
Gráðutafla

Linkar
Orðabók

Skip to toolbar