Ofanleitishamar
Leið upp Ofanleitishamar frá áberandi syllu í sjávarmálinu, eini staðurinn til að komast að klettunum neðan frá á nokkur hundruð metra kafla.
Ff: Jón Vigfússon, 13. febrúar 1928, einfarin án nokkurs búnaðar. 20m. Eiginleg erfiðleikagráða er óþekkt að svo stöddu.
Báturinn Sigríður VE240 barðist utan í Ofanleitishamar og Jón Vigfússon náði að stökkva af bátnum yfir á syllu í berginu. Bátinn rak aðeins frá klettunum en hann kom svo aftur að og restin af áhöfn Sigríðar náði að stökkva til Jóns á sylluna. Því næst brotnaði báturinn í spón.
Leiðin var klifruð um há vetur og mikið af hömrunum voru ísaðir og mikill snjór var í þeim. Jón gerði atlögu við hamarinn sem að var talinn ókleyfur. Jón klifraði upp hamarinn með einn sjóhanska í munninum til að nota við að ryðja snjó frá handfestum og skólaus á sokkunum.
Klifrið hófst, bergið er frekar laust í sér og yfirhangandi nálægt brúninni. Jón náði að komast til byggða og láta vita af félögum sínum á syllunni.
Crag | Vestmannaeyjar |
Sector | Ofanleitishamar |
Type | trad |
First ascent | |
Markings |