Leið númer 5 á mynd
Leiðin ver upprunalega klifruð sem dótaleið á meðan að boltunin var í vinnslu. Hún fékk nafnið Barad-dûr og gráðuna 5.10c og var víst frekar illtryggjanleg sem dótaleið.
Kjartan Jónsson, sumar 2017
Crag |
Hnappavellir
|
Sector |
Sandar |
Type |
sport |
First ascent |
|
Markings |
|
16 related routes
Létt og auðtryggjanleg sprunga, nú þéttboltuð. Góð byrjendaleið og svæðið býður upp á meira. Hentar vel til að æfa dótaklifurleiðslu.
Hún er á sama stuðli og óklárað Project nr13.
Upp sandbrekkurnar ofan við Toy Story svæðið.
FF: Árni Stefán Halldorsen
Leið 8,5 (E3 5c) ***(*)
Leiðin fylgir austurhrygg Loddudrangs upp á topp. Magnað klifur upp langa leið á einstökum festum. Langt á milli trygginga á einum kafla, annars sprengjuheldar tryggingar með reglulegu millibili.
FF Sigurður Ý. Richter 2023
Leið 7,5
The obvious cracksystem to the left of Arnarhreiðrið. Ground up first ascent in two days and pinkpoint in the end. Checken out and cleaned the lower Part on the Day before and left the gear in because i expected to need a lot more time . Tried it the next Day and got lucky. Doesn’ t really makes a different tough because you only place gear while resting anyways. Two boulders with a good rest in the middle. Difficulty does really Dependance on height and wingspan. Topout has been cleanen alot after the ascent . Gear: Green c3, yellow slider,black totem, 2x blue totem, yellow totem, 3x purple totem, Green totem, 2x Orange totem, dmm offset nut Nr 10
Stíf leið upp suðurhlíð drangsins, með augljósum erfiðasta kafla fyrir miðju, mjög tæknileg, en tryggingar góðar alla leið. Gráða óstaðfest, en líklega í efri hluta 5.12.
Upprunalega bleikpunktuð (e. pinkpoint) þar sem einhverjar tryggingar voru enn í fyrri hluta leiðar eftir fyrri tilraun.
FF Felux Bub, 2023
HS *
Sem stendur auðveldasta klifraða leiðin upp á Loddudrang. Í neðri hluta fylgir leiðin augljósri, auðtryggðri sprungu austan megin á norðurhlið Loddudrangs, upp á litla syllu. Ath, ekki fylgja sprunginni eftir sylluna upp á slabbið, þar sem sprungan hverfur eftir 2-3 metra. Þess í stað er hliðrað upp á steininn hægra meginn. Af steininum er klifrað upp á slabbið vinstar megin við strompinn. Slabbið er auðvelt, en mjög gróið, og fáar tryggingar eftir strompinn. Skemmtilegt klifur, en engu að síðar vandasamt í toppinn.
Tveir möguleikar til að síga niður:
- Þegar komið er upp á topp, er línuenda kastað niður af hinni hlið drangsins. Tryggjari klippir sig í þann enda línunnar, og er þar með akkeri. Klifrari sígur niður hinu megin, sömu leið og var klifrað upp. Eftir sigið er auðvelt að draga línuna niður af drangnum.
- Klifrarin slengir stórum akkerisspotta um topp loddudrangs (a.m.k. 10 metra spotti). Annar klifrari er tryggður upp og hreinsar leiðina. Eftir klifrið sígur annar klifrarinn niður úr akkerinu. Þegar sá klifrari er kominn niður klippir sá hinn sami sig í enda línunnar, og þar með getur hinn klifrarinn sigið niður á hinni hlið drangsins.
FF Sigurður Ý. Richter, 2023
Gamalt project frá ca. 2010-2012. Það væri hægt að fara vinstra megin við boltalínuna en þá er vel hægt að stíga í kverkina. Ef leiðin er klifruð þannig er hún ekki nema ca. 5.10. Mér fannst skrítið að klifra þetta þannig og reyndi því að komast út á hornið. Mér fannst líklegt að leiðin hafði verið boltuð með það í huga. Ég endaði á að finna flottar hreyfingar úr á hornið við annan bolta. Geggjaður átta hreyfinga probbi: puttaholur, tákrókur, hælkrókur og dass af köntum! Set inn beta-myndband hér á síðuna. Strákarnir fá þakkir fyrir að finna þessa geggjuðu línu!
Leið númer 12 á mynd
Er staðsett á milli Gimlukletts og Salthöfða.
Mathieu Ceron, sumar 2017
Leið númer 5 á mynd
Leiðin ver upprunalega klifruð sem dótaleið á meðan að boltunin var í vinnslu. Hún fékk nafnið Barad-dûr og gráðuna 5.10c og var víst frekar illtryggjanleg sem dótaleið.
Kjartan Jónsson, sumar 2017
Leið númer 2.
Byrjar nú á sama stað og leið 1, Í skjóli nætur. Fylgir sömu boltalínunni en bregður út af henni nálægt toppnum, klifrar línuna til vinstri efst í leiðinni gegnum þakið og endar svo á sama stað og leið 1.
FF: Valdimar Björnsson, 2012
Leið númer 1
Byrjar inni í skálinni á lógískum stað, eltir fallega og beina boltalínu alveg upp á topp og endar á oddinum. Fullt hús stiga!
FF: Valdimar Björnsson, 2012
Leið 8
Dótaleið í suðurhlið Loddudrangs. Tortryggð og erfið efst. Mikill gróður í toppinn og erfitt að tryggja sig niður. Einna helst að strengja línu yfir klettinn. Varasöm
Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.
Leið 14
Boulder í bandi, juggarinn er vinur þinn.
Rafn Emilsson og Hjalti Rafn Guðmundsson, 2000
Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.
Leið 13
Vinstra megin við lindarvatnið sem sprettur undan klettinum. Bragðið á vatninu. Það er það besta á Hnappavöllum.
Stefán S. Smárason, 1993
Upplýsingar fengnar úr Hnappavallahamarar Klifurhandbók.
Hægt að skoða leiðarvísinn á Blurb.
Hef ekki prófa leiðina, en lítur vel út og virðist einmitt vera… þokkalega teygt milli trygginga í dóti.
En langar aðeins að forvitnast með boltun á svona leiðum, er einhver hefð hér á landi fyrir því að breyta nafni og gráðu á leið þegar hún er boltuð ef hún hefur verið farin í dóti áður (líkt og t.d. fenjasprungan)? Ekki það að ég styð auðvitað alltaf lækkun gráða, en er þetta ekki sama leiðin fyrir og eftir boltun?
Kannski stóra spurningin en, var þetta sami eintaklingur sem fór þetta í dóti og seinna boltaði og breytti nafni og gráðu?
Kjartan var byrjaður að vinna í leiðinni, búinn að hreinsa og held ég setja toppakkeri. Marianne og Dennis klifruðu þetta í Íslands road trippinu sínu því þau vissu ekki að þetta væri leið í vinnslu. Kjartan spurði þau eftir að þau voru búin að klifra þetta hvort að þau myndu setja sig á móti því að leiðin væri kláruð líkt og planað hafði verið, sem þau gerðu ekki vegna fyrri plana og erfiðleika við tryggingar.
En eins og þú bendir á eru dæmi um að nafnið breytist við boltun (Sundlaugapartý) og dæmi um að það breytist ekki (Sírennur). Veltur þetta ekki bara á hverri leið og frumfarendum fyrir sig, engin föst regla.
Það er bara það sem ég vildi vita 🙂 Ef þetta var leið sem þegar var í vinnslu og þetta er gert í samráði við frumfarendur er það að sjálfsögðu í góðu lagi. En mér finnst bara eins og Ísland sé pínu sér á báti hvað varðar siðferði í kringum sportleiðir og boltun dótaklifurleiða (sumt gert hér sem almennt myndi valda fjaðrafoki annarsstaðar í heiminum). En það er seinni tíma umræða sem má hella sér yfir í sumar í Stardal eða Tóftinni 😉