10 related routes
Ginnungagap null
Leið 7
11m
Víð leið hinu megin við stuðulinn frá C6. Tortryggð eflaust sökum stærðar. Þarf að henda niður stórum steini efst.
Upplýsingar úr Gerduberg leiðarvísi.
Gangleri 5.7
Leið 10
7m
Stuttur strompur með þunnum saumum báðu megin. Byrjar ofan við nokkra stuðlastalla. Tæp byrjun og frekar döpur leið í það heila.
Upplýsingar úr Gerduberg leiðarvísi.
Mánagarmur 5.8
Leið 11 🙂
9m
Tæp layback og lásar upp mjóa skoru. Léttist þegar ofar dregur.
Upplýsingar úr Gerduberg leiðarvísi.
Dvalinn null
Leið 4
12m
Þarf að prófa (búið að hreinsa það mesta). Lítur ágætlega út.
Upplýsingar úr Gerduberg leiðarvísi.
Lausir steinar? 5.8
Leið 6 🙂 🙂 🙂
12m
Horn með handasprungu neðst sem gleikkar í offwidth ofar. Þunnar lappir og pínu strembin djömm framan af en verða þægilegri ofar en víkkar í skrýtna stærð efst. Nokkrar ágætis syllur á vinstra fési. Frábær leið.
Upplýsingar úr Gerduberg leiðarvísi.
Troða halir helveg 5.8
Leið 2
12m
Layback og skrýtnir lásar framan af með ágætar lappir til hægri en þynnri til vinstri. Ekki sérlega merkileg leið.
Upplýsingar úr Gerduberg leiðarvísi.
Dáinn 5.9
Leið 3 🙂 🙂
12m
Tæp leið á lélegum fingralásum. Erfiðust fyrir miðju með skemmtilegum jafnvægishreyfingum.
Upplýsingar úr Gerduberg leiðarvísi.
Ein af mörgum? 5.9
Leið 1 🙂 🙂 🙂
12m
Þröngar hendur neðst með þunnum löppum á fési og tádjammi í sprungu upp á litla syllu undir skoru. Víkkar og léttist aðeins þegar ofar dregur.. Frábær leið með snúinni byrjun.
Stefán S Smárason, Björn Baldursson, ́90
Upplýsingar úr Gerduberg leiðarvísi.
Comments
Leave a Reply
You must be logged in to post a comment.
Fáránlega stíf 5.8, mætti setja á hana 5.9 miðað við Lausa steina.