Ný klifurleið hefur verið opnuð á Vestrahorni og er hún 450 metrar á hæð. Leiðin sem hlaut nafnið Boreal er 11 spannir og er sú erfiðasta 5.7.
Það voru Snævarr Guðmundsson og Guðjón Snær Steindórsson sem settu upp leiðina en þetta er önnur leið þeirra félaga á Vestrahorni. Verið viss um að gefa þeim klapp á bakið fyrir frábært afrek.
Boreal hefur verið í vinnslu síðustu 2-3 ár og er hún nú full boltuð og klár.