Kjuge

Ég og Kristó fórum til Kjuge í Október, Kristó hringi í mig einn daginn og spurði hvort að ég væri ekki til í að kaupa miða handa okkur út, og ég var til.

Við skipulögðum ferðina ekki neitt, keyptum bara miða til Kaupmannahafnar og ákváðum að hitta Ben úti. Við létum hann vita einum mánuði áður en við fórum út og gleymdum að heyra í honum aftur, En það virkaði og hann sótti okkur á húsbíl dauðans og við keyrðum beint til kjuge.

Klifrið var geðveikt og ben var með okkur fyrstu vikuna og lánaði okkur svo bílinn á meðan að hann tók lest heim til köben, eftir eina viku vorum við uppiskroppa með umræðuefni á kvöldin og vorum að sturlast, það endaði á því að við keyptum okkur MAXI JATSI fyrir restina af peningunum okkar og daginn eftir gátum við ekki beðið eftir því að fara í húsbílinn að spila, hugsuðum ekki annað allan klifurdaginn.

Eftir kvöldmatinn hentum við öllu af mataborðinu og ætluðum að fara að spila, nema hvað , við kunnum ekki reglurnar og eftir að hafa lesið jatsi reglur á finnsku í tvo tíma hringdum við til íslands og spurðum.

Klifrið þarna var unaðslega bratt og góð grip, beitt og kristallakantar, fullt af háum leiðum og vondum lendingum og nokkrum góðum.

Besta við þetta svæði er hvað það er stutt í alla steinana og upphituðu klósettin.

Ben kom til okkar aftur og síðan bættust Hauksi og félagar í hópinn og klifruðu með okkur.

Það var fullkomið að vera í Kjuge, með húsbíl á bílastæðinu og búldera í bakgarðinum. Við vorum eins og prestar í hóruhúsi fyrstu tíu klifurdaganna, vissum ekki í hvorn fótinn við áttum að stíga eða hvaða búldera við áttum að klifra. En á næstseinasta klifurdeginum í rigningu fundum við hinn fullkomna búlderstein. Það var ekki seinna vænna að komast í hann og augljóst að þangað þurfum við að kíkja aftur áður en yfir líkur.

Allt í allt var ferðin algjör snilld (fyrir mig kristó) þar sem Hjalti borgaði ferðina yyyeeehhhaaaaaaaaa!

Afrek ferðarinnar:
1) Að læra MAXI JATSI sem er einskonar Jatsi 3000+
2) Að fara á German Cave Rave. Dudududnududu, Dunudududnudu!
3) Að kynnast frábæru útvarpsmenningu Svíþjóðar
4) Læra hina ýmsu mismunandi Bragarhætti í vísnagerð.
5) Að komast burt frá svartasta skammdeginu í unaðsbúldera í Svíþjóð

Leave a Reply

Skip to toolbar