Veðrið var mjög hressandi á föstudaginn þegar ég, Eyþór, Bernd og Benjamin skelltum okkur í Jósepsdalinn. Það var frekar kalt og svo komu alltaf vindhviður upp á 40 m/s og feyktu dýnunum okkar og dótinu. Við létum það nú ekki á okkur fá, enda gallharðir menn og klifruðum fullt af leiðum eins og Hallamálið, Ekkert mál fyrir Jón Pál og (Tussu)Trekkjarann. Þetta var megagaman.