Skátaland hefur fengið umboð fyrir Trubeu Auto belay. Þessi græja er sjálfvirkur tryggjari sem tryggir klifrara og slakar honum niður ef hann vill fara niður. Græjan stillir sig sjálf eftir þyngd (10-150 kg) og er alltaf tilbúin.
Nánari upplýsingar um þessa græju má finna á heimasíðu Eldorado walls eða www.eldowalls.com. Skátaland mun setja þennan búnað upp til prufu á næstu vikum.
Þeir sem hafa áhuga á þessum búnaði hafið samband við Helga hjá Skátalandi netfangið er helgi@skatar.is.