Klifurveggurinn í Íþróttamiðstöð Egilsstaða hefur verið tekinn niður. Veggurinn var staðsettur í einu horni í stórum íþróttasal og hann var ekki mikið notaður samkvæmt starfsmönnum þar. Veggurinn var frekar lítill grjótglímuveggur og með nett yfirhang. Höldurnar voru einnig fremur litlar og hann því ekkert sérstaklega byrjendavænn. Fyrir lengra komna var þetta hins vegar fínasti veggur. Veggurinn hefur hugsanlega verið færður eitthvað annað.