Þriðja klifurmót vetrarins var haldið í Klifurhúsinu í dag. Mótið var með hefðbundnu sniði, 20 klifurleiðir og tvær klukkustundir, 25 klifurleiðir og ein klukkustund fyrir 12 ára og yngri. Á mótinu voru ný grip sem Klifurhúsið er nýbúið að fá í styrk. Fótfesturnar (skrúfuðu festurnar) hafa eflaust ekki farið fram hjá neinum, neon gul og rauð. Höldurnar voru einnig flottar og yndislega gróf.
Fólk var ánægt með leiðirnar og mótið heppnaðist vel. Mótsstjóri var Eyþór Konráðsson og fékk hann hjálp frá Kristó, Valda og Jósef við að setja upp leiðirnar.
Myndir frá mótinu eru komnar á fésbókina.
12 ára og yngri:
1. Guðmundur Freyr Arnarsson 108 stig
2. Davíð Jónsson 79 stig
3. Sveinn Brynjar 70 stig
1. Ríkey 91 stig
2. Helena Hrund 88 stig
3. Sara Dögg 63 stig
13-15 ára:
1. og 2. Helgi Ólafsson og Hilmar Ómarsson 129 stig
3. Stefán 108 stig
1. Bryndís 77 stig
16 ára og eldri:
1. Kjartan Björnsson 201 stig
2. Andri Már Gunnarsson 187 stig
3. Kjartan Jónsson 183 stig
1. Kristín Martha Hákonardóttir 88 stig
2. Ásrún Mjöll Stefánsdóttir 86 stig
3. Vilborg Hlöðversdóttir 81 stig