8 augu held ég plús akkeri með karabínu. Há og ævintýraleg leið sem fær adrenalínið til að flæða. Klifrað í kverk alla leið upp á topp. Nefnd eftir stöku bláberi sem fannst í leiðinni þegar hún var hreinsuð.
8 augu + akkeri. 16 metrar. Þétt boltuð og skemmtileg leið. 22. leiðsluklifurleiðin á Seyðisfirði og sú fyrsta í þessum klettum. Þessir klettar eru vistra megin (eða vestan megin) við Arnarkletta, bara örstutt frá.
8 augu + akkeri með karabínu. Nefnd eftir skonnortunni hans Wathne en hún fórst í fárviðri 1869. Eitthvað léttari ef farið er framhjá þakinu til vinstri í byrjun leiðar. Leynigrip ofarlega til hægri í efra þaki.
5 augu + akkeri. Skemmtilegur kanntaklifurprobbi. Sögusagnir herma að í klettinum finnist mikið af gulli og í sólinni getur maður séð gullið glitra í berginu.
8 augu held ég plús akkeri með karabínu. Há og ævintýraleg leið sem fær adrenalínið til að flæða. Klifrað í kverk alla leið upp á topp. Nefnd eftir stöku bláberi sem fannst í leiðinni þegar hún var hreinsuð.