Klifurhúsið stendur fyrir hraðaklifurmóti á Höfðatorgsturninum á menningarnótt milli 14 til 16.
Skráning verður á staðnum og verða keppendur að geta bundið sig sjálfir og leitt, því ólíkt í fyrra verður leiðsluklifur núna en ekki ofanvað.
Þeir sem hafa áhuga á því að taka þátt verða að mæta korter í tvö til að skrá sig.
Ekki þykir ólíklegt að sigurvegarar gangi frá þessu með fulla vasa af gulli auk frægðar og frama, og jafnvel bikar.