Grjótglíma í nágrenni Reykjavíkur

Jonni klifrarEftir að hafa heyrt orðróm um ágæti námusteinanna í Geldinganesi ákváðu þeir Jónas (Jonni) og Kári að skoða svæðið nánar. Í námunni fundu þeir fjóra ágætis steina og klifruðu á þeim um 15-20 leiðir sem þeir skýrðu og gráðuðu. Leiðirnar eru í léttari kantinum en eflaust er hægt að bæta við nokkrum leiðum. Jonni var ánægður með árangurinn og útilokar ekki að þarna sé hægt að finna fleiri steina. Eftir daginn tóku félagarnir leiðirnar saman og settu í smá leiðarvísi en hann er hægt að sækja hér.

Nokkrar nýjar grjótglímuleiðir hafa einnig verið klifraðar á Háabjalla og hafa leiðirnar verið skráðar inn á Klifur.is.

Leave a Reply

Skip to toolbar