Helgina 9. – 11. júlí verður hnappavallarmaraþonið (Hnappóþon) 2010 haldið. Það er þriðja hnappavallarmaraþonið í röðinni og reynt er að halda í sömu hefðir og hafa myndast síðustu tvö ár.
Keppt verður í tveggja manna liðakeppni eftir sömu stigum og keppt var eftir í fyrra. Einnig er um að ræða “Ghettoblaster” þema og allir sem taka þátt þurfa að taka með sér einhverskonar hljómflutningstæki, ipod hátalara eða annað sem framleiðir tónlist og veitt verða aukaverðlaun fyrir bestu tónlistina.
Rétt er að taka fram að sjálft mótið fer algjörlega fram á laugardeginum, svo allir ættu að geta lagt snemma af stað á sunnudaginn til að horfa á úrslitaleikinn í HM.
Nánari upplýsingar um Hnappóþon 2010 má finna á heimasíðu klifurhússins