Rótarýklúbburinn 6b+ 5.10c
Gul lína
Gengið er frá bílastæði við Berjadalsána, upp Selbrekkuna og inn Berjadalinn í átt að Rótarý-brúnni. Þar er fallegur foss og háir klettar þar sem leiðirnar liggja. Bæði hægt að ganga niður í gilið eða síga úr sighring fyrir ofan brún. Neðsti partur leiðanna getur verið blautur ef mikið er á fossinum. Bestu aðstæður er eftir hádegi þegar sólin skín inn í gilið. Oftast dúnalogn þegar komið er niður í gilið. Gráðum skal tekið með fyrirvara, en klifrið er mjög skemmtilegt. Leiðir hafa verið hreinsaðar eftir bestu getu en eiga sjálfsagt eftir að slípast til með tímanum, hjálmar eru því nauðsynlegir.
Rótarýklúbburinn 6b byrjar á flottum búlder yfir þak (ek) og upp sléttan vegg, og því mælst með að klippt sé í fyrsta bolta svo maður endi ekki í ánni. Þægilegt klifur upp stalla upp að láréttum vegg (ek) þar sem við taka kantar og ávvöl tök. Akkeri með bínu í topp.
FF: Sylvía Þórðardóttir, maí 2022
Crag | Akranes |
Sector | Berjadalur |
Type | sport |
First ascent | |
Markings |