Vanaheimar 5c+

Vanaheimar 5c/6a – FA: Sylvía Þórðardóttir

Klettur nokkuð norðan við aðalklettana. Byrjar sitjandi. Hér má ekki nota grjótið hægra megin. Litlir kantar og vasar, toppar.

Crag Akranes
Sector Innstavogsnes
Type boulder
First ascent
Markings

11 related routes

Kvaðning 6a+

Kvaðning 6a+. Stök leið rétt neðan við bílastæðið. Litlir, beittir og brothættir kantar og fætur, sem fer undan bumbunni upp á slabb. Fínasta leið að enda á eftir gott sess.

Sleipnir 5a

Sleipnir 5a FA: Sylvía Þórðardóttir

Klettur vinstra megin við Miðgarðsorminn. Þægilega létt upphitunarleið, flott fyrir krakkana að kíkja í.

Vanaheimar 5c+

Vanaheimar 5c/6a – FA: Sylvía Þórðardóttir

Klettur nokkuð norðan við aðalklettana. Byrjar sitjandi. Hér má ekki nota grjótið hægra megin. Litlir kantar og vasar, toppar.

Jötunheimar

Jötunheimar – Projekt.

Byrjar í Auðhumlu og hliðrar eftir áberandi grunnri sprungu og á hrikalega lélegum fótum til hægri yfir í Niðavelli.

Auðhumla 6c

Auðhumla 6c. FA: Þórður Sævarsson

Auðhumla var frumkýrin. Hún varð til þegar frost Niflheims blandaðist eldum Múspellsheims í Ginnungagapi. Þar fyrir utan er þetta alveg frábær leið, smá Font-stemmning á norðurhveli.

Byrjar sitjandi undir klettinum í grunnri holu með hægri og góðu undirtaki með vinstri, hér er jafnvel hægt að ná knee-bar. Há fótstig, grunnar holur/kantar, tæpir fætur og full-on top-out. Muna eftir dýnunum.

Humla 5a+

Humla 5a/b. FA: Sylvía Þórðardóttir

Þægileg slabbleið á þokkalegum tökum.

Niðavellir 7a

Niðavellir 7a: FA: Þórður Sævarsson

Stórkostleg leið. Sagan segir að hinir góðu og þeir vitru muni dvelja á Niðavöllum eftir Ragnarök. Byrjar í góðri holu fyrir hægri, slópí hliðartak á vinstri og lítil nibba fyrir vinstri fót undir klettinum. Leiðin toppar og því ráðlegt að hafa nóg af dýnum eða svellkaldan haus.

Fennrir

Fenrir-Project: Leiðin sameinar byrjunina á Miðgarðsorminum og færir sig yfir í Hel. Þar liggur krúxið.

Niflheimar 6b

Niflheimar 6b: FA: Þórður Sævarsson

Sæmilegt krimpí pinch fyrir vinstri, góður kantur fyrir hægri í byrjun. Nokkrar stórar, kraftmiklar hreyfingar og top-out. Ekki mikið um góða fætur.

Miðgarðsormurinn 6b

Miðgarðsormurinn 6b: FA: Þórður Sævarsson

Miðgarðsormurinn byrjar hálfur undir klettinum, á þriggja putta kanti hægra megin og krimp vinstra megin, skríður svo upp vinstri hliðina á klettinum og toppar á honum hægra megin við áberandi horn.

Hel 7b

Hel 7b. FA: Þórður Sævarsson

Hel drottnaði yfir Niflheimum og þangað fór þeir sem ekki dóu í bardaga. Leiðin ber nafn með rentu og er alvöru bardagi, Powerleið sem byrjar á áberandi stórum, rúnuðum kanti. Tæpir/engir fætur og top-out. Ekki snerta eða detta á grjótið undir klettinum.

Leave a Reply

Skip to toolbar