7 related routes

Júdas 5b+

Nr 7

V1+/V2

Allur veggurinn hliðraður úr grónu kverkinni lengst til vinstri, þar til hún sameinast Kyrrlátt kvöld. Hefur líka verið klifruð með ísöxum og hentar ágætlega í þurrtólunar æfingar. Er þá kannski einhversstaðar í kringum leiðslugráðuna D5.

Hiroshima 6a

Nr 6

V3- *

Byrjar á lítilli festu hægra megin inn undir þakinu, yfir í litla mónó vasa og þaðan í merkta festu á vinstri kantinum á þakinu (mynd). Skemmtileg dýnamísk hreyfing út á kantinn og þaðan beint yfir þakskeggið.

Græni hringurinn er byrjunarfesta. Bláu hringirnir eru nokkurn vegin hugmyndin að gripunum og fótfestunum sem notuð eru. Leiðin toppar yfir þakið.

Kyrrlátt kvöld 5b+

Nr 5

V1+

Sama byrjun og endir og Jón pönkari, en fer eftir veggnum innst undir þakinu.

Jón pönkari 5c

Nr 4

V2 *

Byrjar í handalás innst í kverkinni án þess að stíga á vegginn vinstra megin, og klifrað eftir kantinum á stóra þakinu alla leið yfir í hinn endann og þar upp yfir þakið. Skemmtilegar hreyfingar á ávölum kantinum.

Poppstjarnan 5b

Nr 3

V1 *

Byrjar í handalás neðarlega og fer beint upp yfirhangandi blokkina

Fuglinn er floginn 5b+

Nr 2

V1+

Byrjar sitjandi með fótfestur undir þakinu. Slöpp þraut, krúxið er að snerta ekki jörð í byrjun.

Rækjureggae 5a

Nr 1

Fínasta upphitun.

Leave a Reply

Skip to toolbar