Stórum áfanga hefur nú verið náð í þróun Klifur.is sem hefur nú opnað fyrir ensku útgáfuna af síðunni (sjá fána efst). Eins og áður hefur komið fram er markmið Klifur.is að safna saman upplýsingum um klifur á Íslandi og gera þær aðgengilegar fyrir alla. Aldrei fyrr hefur verið jafn auðvelt fyrir erlent áhugafólk um klifur að fá upplýsingar um klifur á Íslandi.
Þó svo að mikil vinna sé að baki er enn nóg eftir að gera. Hugmyndir eru um að setja inn á Klifur.is upplýsingar um góðar klifuræfingar, tegjur, upplýsingar um klifurmeiðsli, grunntækni í klifri og margt fleira.