Mikil vinna stendur nú yfir í þróun Klifur.is. Starfsmenn Klifur.is hafa tekið sig saman og vinna nú hörðum höndum við að þýða Klifur.is yfir á ensku.
En ekki nóg með það heldur er einnig verið að skrifa niður upplýsingar um klifursvæði sem áður hefur vantað upplýsingar um. Einnig er verið verið að þróa kortakerfið á Klifur.is og breyta uppsetningum. Öll þessi vinna er í miðjum klíðum en hægt er að skoða uppkast að breytingum á Jósepsdal síðunni og kort sem er unnið með google map.
Hingað til hafa upplýsingar um klifur á Íslandi fyrir útlendinga verið af skornum skammti en með þessari framkvæmd mun Ísland heldur betur skjóta sér inn á alheims kortið í klifurgeiranum.
Klifur.is á ensku er væntanleg á næstu vikum.