Leið 5 🙂
9m
Leiðin liggur á köntum og brúnum hægra megin á stuðlinum. Endar í sama akkari og Tjakkurinn
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 5 🙂
9m
Leiðin liggur á köntum og brúnum hægra megin á stuðlinum. Endar í sama akkari og Tjakkurinn
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 4
9m
Leiðin fylgir vinstra horninu á stuðlinum. Erfiðust í byrjun en léttist þegar ofar dregur
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 3 🙂
7m
Stutt og þægileg leið upp víða sprungu sem geymir gnægð góðra taka
Gengur einnig undir nafninu Stóplægt, sem má rekja til misskilnings við smíð leiðarvísisins.
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 2
7m
Lítið annað en ein hreyfing í byrjun sem er einna helst leyst með hnefalás. Þægileg eftir það
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 1 🙂
7m
Þægileg byrjendaleið, stutt á góðum tökum. Þétt boltuð sem hæfir vel sem fyrsta leiðsla
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Ný heimasíða hefur verið sett upp en hún heitir valshamar.is. Þar getur þú séð veðurspá fyrir svæðið og vefmyndavél sem uppfærist á 5 mínútna fresti.
Á síðunni er hægt að sækja leiðarvísinn fyrir klifursvæðið og einnig myndir af klettunum í hárri upplausn með sportklifurleiðunum merktum.
(Takk Hákon Gíslason)
Nýr leiðarvísir er kominn á netið. Leiðarvísirinn er af Valshamri í Eilífsdal og voru það Sigurður, Skarphéðinn og Björgvin sem áttu þetta framtak. Leiðarvísirinn var gefinn út í fyrra í ársriti Ísalp.
Nokkrar nýjar leiðir hafa bæst við síðustu ár og er nú fjöldi leiða í hamrinum 25 talsins. Flestar leiðirnar eru boltaðar og eru frá 5.4 upp í 5.11+.
Hægt er að sækja leiðarvísinn hér.