Tag Archives: valdi
Föðurlandið sigrað
Valdimar Björnsson klifraði leiðina Föðurlandið núna fyrr í mánuðnum. Leiðin var boltuð af Jósef og Kristjáni fyrir tveimur árum en hefur verið opið verkefni síðan. Margir af bestu klifrurum landsins spreytt sig á því en engum tekist ætlunarverkið. Leiðin er í Hádegishamri sem er nyrsta klettabeltið á Hnappavöllum. Segja má að leiðin einkennist af nokkrum afar erfiðum hreyfingum og minnir frekar á erfiða grjótglímuþraut – leiðin telur ekki nema 12 metra. Valdimar hyggur að leiðin sé líklega 5.13c eða 5.13d.
Annað sem helst er í fréttum frá Hnappavöllum er að í Hádegishamri eru núna komnar 7 nýjar leiðir. Ekki er vitað um nákvæmar gráður og nöfn á leiðunum en þær eru á bilinu 5.4-5.10c. Kjörið að ná einni góðri ferð austur áður en veturinn gengur í garð og máta sig í þessar.
Skógurinn á Reykjanesi
Valdimar hefur sett saman enn eitt klifurmyndbandið. Í þessu myndbandi sem heitir “Svanurinn, Háibjalli” erum við Valdi að prófa í fyrsta skifti að klifra á þessum skemmtilega steini við Háabjalla á Reykjanesinu. Steinninn var vel mosavaxinn og við gáfum okkur góðan tíma í að þrífa steininn.
Í byrjun reyndum við að klifra leið sem liggur upp miðjan steininn. Leiðin er í nettu yfirhangi og fer upp slópera og lítil grip. Sú lína er ennþá óklifruð. Svanurinn 6b, fer aðeins til hægri og endar í langri hreyfingu upp á brún í flottan vasa.
Á steininum eru einnig Funky Joe 6a+ og Litlu flugurnar 6a.
Félagarnir í Kjuge
Benjamin Mokri setti saman video frá ferð sem hann fór með Valdimar Björnsson til Kjuge í Svíþjóð í september, 2010. Valdi hitti Benjamin heima hjá honum í Kaupmannahöfn og svo keyrðu þeir yfir í Kjuge þar sem þeir klifruðu í tvo daga.
Valdimar segir að svæðið hafi verið miklu betra en hann átti von á og stefnir á að fara þangað aftur í apríl næstkomandi.
Valdi í Köben
Valdimar Björnsson skellti sér til Köben í þarseinustu viku og tók þátt á dönsku boulder móti, tour de block sem haldið var í Roskilde. Valdi lenti í 3. sæti og fannst mjög gaman.
Myndir frá mótinu má sjá hér.