Leið 24 🙂
8m
Leiðin byrjar á stalli og verður strax brött og tæknileg (ek). Hliðrar lítið eitt til vinstri í akkerið undir lokin. Tæknilegar krúxhreyfingar gera þessa að klassískri leið.
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 24 🙂
8m
Leiðin byrjar á stalli og verður strax brött og tæknileg (ek). Hliðrar lítið eitt til vinstri í akkerið undir lokin. Tæknilegar krúxhreyfingar gera þessa að klassískri leið.
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 23
10m
Leiðin hefst á jafnvægishreyfingum á sléttum vegg við fyrsta bolta (ek). Þaðan er komið á litla syllu og er leiðin tæp eftir hana og alveg upp í topp (ek). Þetta afbrigði liggur vinstra megin við boltalínuna í efri partinum.
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 22 🙂 🙂
11m
Þægileg leið á stórum gripum upp áberandi skoru í klettinum
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 20
13m
Fylgir “Eilífi” fyrri helming leiðarinnar en í stað þess að hliðra til vintsri af stóru flögunni fer leiðin til hægri upp brattasta vegginn á litlum tökum og tæknilegum jafnvægishreyfingum (ek).
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 21
13m
Byrjar á sprungu hægra megin við Eilíf en liggur samsíða Hrúðurkörlum í efri helmingnum. Óboltuð.
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 19
13m
Tæpt viðnámsklifur upp sléttan vegg hægra megin við Eilíf.
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 18 🙂 🙂 🙂
13m
Leiðin hefst á gleiðri kverk en hliðrar fljótlega út á stóra flögu. Þaðan hliðar leiðin aftur til vinstri og upp fyrir brattasta hluta leiðarinnar (ek). Fylgir svo vinstri kantinum upp í akkerið. Frábær leið, fjölbreytt klifur með skemmtilegum karakter. Klassísk Valshamars leið.
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 17
10m
Fingrasprungu er fylgt upp fyrstu metrana (ek). Um miðbik leiðarinnar gefur sprungan eftir og við taka stór grip og þægilegt klifur
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 16 🙂
10m
Leiðin byrjar á auðveldu klifri upp á syllu. Af syllunni er tæp hliðrun beint til hægri (ek) og síðan upp í akkeri á góðum tökum
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 15
10m
Leiðin byrjar á auðveldu klifri upp á syllu. Af syllunni er klifrað ská til hægri yfir tæpt fés (ek) og síðan upp í akkeri á góðum tökum. Að mestu sama og leið 16)
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 13 🙂 🙂 🙂
11m
Leiðin hefst framan á stuðlinum en hliðrar svo út á slabbið til vinstri við annan bolta. Brúninni er fylgt upp á litlum köntum en hliðrað út fyrir hana aftur í lokin (ek). Klassísk leið
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 14 🙂 🙂
11m
Þessi fyrrum erfiðasta leið landsins er enn í dag talsverð manndómsraun. Hefst á ágætum gripum sem hverfa fljótlega og við taka fá og smá grip og tæpir fætur. Tæknilega snúin alla leið upp en þó afar gefandi leið. Endar í sama akkeri og Sumardraumur.
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 12
11m
Leiðin liggur á sama vegg og Sumardraumur en þræðir upp miðjuna á tæpa fésinu í stað þess að fara út á hornið eins og Sumardraumur gerir.
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 11 🙂
11m
Kverkinni fylgt upp á viðnámshreyfingum. Hliðrað til vinstri undir þakinu, síðan upp og yfir þakið (ek). Fjölbreytt leið sem hýsir nokkrar af örfáum þakhreyfingum í Valshamri
Í Íslap leiðarvísi frá 1994 er þessi lína kölluð Kverkin 5.7, en hún fór ekki jafn langt upp of Vetrardraumur gerir nú.
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 10
8m
Leiðin liggur upp stuðulinn sjálfan og má hvorki nota sprunguna vinstra né hægra megin. Varúð – langt á milli bolta…
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 9 🙂 🙂
12m
Algengast er að hefja leiðina vinsta megin á stuðlinum en hliðra strax yfir til hægri. Þaðan er hægri kantinum fylgt á litlum tökum og tæpum smurningum upp í miðja leið (ek), án þess þó að stíga á slabbið til hægri. Endar á smá krúxi undir akkerinu (ek). Hér verður að treysta viðnáminu..
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 7 🙂
11m
Leiðin liggur upp augljósa sprungu yfir tvö lítil þök. Eftir fyrra þakið hliðrar hún lítið eitt til vinstri og fer þaðan yfir seinna þakið (ek)
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 8
11m
Beint upp miðjuna á fésinu hjá Slabbinu.
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 6
11m
Leiðin liggur upp fésið vinstra megin við áberandi sprungu (leið 7) á litlum tökum og jafnvægishreyfingum. Hliðrar eilítið til hægri yfir tæpt fés (ek) eftir að komið er yfir áberandi þversprungu, sameinast leið 7 fyrir ofan þakið
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.
Leið 5 🙂
9m
Leiðin liggur á köntum og brúnum hægra megin á stuðlinum. Endar í sama akkari og Tjakkurinn
Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.