Tag Archives: Sportklifur

Skóreimar

Leið 24 🙂
8m
Leiðin byrjar á stalli og verður strax brött og tæknileg (ek). Hliðrar lítið eitt til vinstri í akkerið undir lokin. Tæknilegar krúxhreyfingar gera þessa að klassískri leið.

Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.

Skóreimar, afbrigði

Leið 23
10m
Leiðin hefst á jafnvægishreyfingum á sléttum vegg við fyrsta bolta (ek). Þaðan er komið á litla syllu og er leiðin tæp eftir hana og alveg upp í topp (ek). Þetta afbrigði liggur vinstra megin við boltalínuna í efri partinum.

Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.

Hrúðurkarlar

Leið 20
13m
Fylgir “Eilífi” fyrri helming leiðarinnar en í stað þess að hliðra til vintsri af stóru flögunni fer leiðin til hægri upp brattasta vegginn á litlum tökum og tæknilegum jafnvægishreyfingum (ek).

Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.

Eilífur er ekki hér

Leið 18 🙂 🙂 🙂
13m
Leiðin hefst á gleiðri kverk en hliðrar fljótlega út á stóra flögu. Þaðan hliðar leiðin aftur til vinstri og upp fyrir brattasta hluta leiðarinnar (ek). Fylgir svo vinstri kantinum upp í akkerið. Frábær leið, fjölbreytt klifur með skemmtilegum karakter. Klassísk Valshamars leið.

Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.

Sumardraumur

Leið 13 🙂 🙂 🙂
11m
Leiðin hefst framan á stuðlinum en hliðrar svo út á slabbið til vinstri við annan bolta. Brúninni er fylgt upp á litlum köntum en hliðrað út fyrir hana aftur í lokin (ek). Klassísk leið

Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.

Gollum

Leið 14 🙂 🙂
11m
Þessi fyrrum erfiðasta leið landsins er enn í dag talsverð manndómsraun. Hefst á ágætum gripum sem hverfa fljótlega og við taka fá og smá grip og tæpir fætur. Tæknilega snúin alla leið upp en þó afar gefandi leið. Endar í sama akkeri og Sumardraumur.

Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.

Slabbið

Leið 9 🙂 🙂
12m
Algengast er að hefja leiðina vinsta megin á stuðlinum en hliðra strax yfir til hægri. Þaðan er hægri kantinum fylgt á litlum tökum og tæpum smurningum upp í miðja leið (ek), án þess þó að stíga á slabbið til hægri. Endar á smá krúxi undir akkerinu (ek). Hér verður að treysta viðnáminu..

Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.

Ein síðbúin

Leið 6
11m
Leiðin liggur upp fésið vinstra megin við áberandi sprungu (leið 7) á litlum tökum og jafnvægishreyfingum. Hliðrar eilítið til hægri yfir tæpt fés (ek) eftir að komið er yfir áberandi þversprungu, sameinast leið 7 fyrir ofan þakið

Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.

Skip to toolbar