East-Side. Vestrahorn Part 1. from Valdimar björnsson on Vimeo.
Stutt myndband sem sýnir smá frá Vestrahorni. Tekið sumar 2012.
East-Side. Vestrahorn Part 1. from Valdimar björnsson on Vimeo.
Stutt myndband sem sýnir smá frá Vestrahorni. Tekið sumar 2012.
Nokkur myndbrot úr Akrafjalli. Þar er ágætis grjótglímusvæði og alltaf sól og blíða.
Leiðir:
Snæfellsjökull 6a
Upp í hellinn 5c
Kuldaboli 6c
Besta leiðin 6c
Puscifer 6c
Nýtt klifursvæði hefur bæst í hóp klifursvæða á Klifur.is. Svæðið heitir Tungufell og er staðsett á Snæfellsnesi. Svæðið er um 300-400 metra langt stuðlabergs klettabelti með klettum sem eru um 10 metra háir. Tungufell svipar mikið til Gerðubergs sem er í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð.
Texti og myndir eru frá Leifi Harðarsyni.
Eftir að hafa heyrt orðróm um ágæti námusteinanna í Geldinganesi ákváðu þeir Jónas (Jonni) og Kári að skoða svæðið nánar. Í námunni fundu þeir fjóra ágætis steina og klifruðu á þeim um 15-20 leiðir sem þeir skýrðu og gráðuðu. Leiðirnar eru í léttari kantinum en eflaust er hægt að bæta við nokkrum leiðum. Jonni var ánægður með árangurinn og útilokar ekki að þarna sé hægt að finna fleiri steina. Eftir daginn tóku félagarnir leiðirnar saman og settu í smá leiðarvísi en hann er hægt að sækja hér.
Nokkrar nýjar grjótglímuleiðir hafa einnig verið klifraðar á Háabjalla og hafa leiðirnar verið skráðar inn á Klifur.is.