Tag Archives: rock climbing

Slæmir vinir

Leið 8
20m
Farið upp á stallinn fyrir neðan A7. Lengst til h er fingrasprunga. Hún er klifin upp að litlu þaki og þar til h er grunn sprunga. Henni fylgt upp á aflíðandi stalla (leið A11) og upp.

Páll Sveinsson, Jón Geirsson, ́86

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Rennan

Leið 7 🙂
20-25m
Farið upp á stallinn v megin (brölt til h), af stallinum upp rennu að slútandi skorðusteini. Beint yfir hann (EK) eða til v (léttara) og þaðan áfram upp til h.

Björn Vilhjálmsson, Einar Steingrímsson, ́78

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Skóreimar

Leið 24 🙂
8m
Leiðin byrjar á stalli og verður strax brött og tæknileg (ek). Hliðrar lítið eitt til vinstri í akkerið undir lokin. Tæknilegar krúxhreyfingar gera þessa að klassískri leið.

Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.

Skóreimar, afbrigði

Leið 23
10m
Leiðin hefst á jafnvægishreyfingum á sléttum vegg við fyrsta bolta (ek). Þaðan er komið á litla syllu og er leiðin tæp eftir hana og alveg upp í topp (ek). Þetta afbrigði liggur vinstra megin við boltalínuna í efri partinum.

Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.

Hrúðurkarlar

Leið 20
13m
Fylgir “Eilífi” fyrri helming leiðarinnar en í stað þess að hliðra til vintsri af stóru flögunni fer leiðin til hægri upp brattasta vegginn á litlum tökum og tæknilegum jafnvægishreyfingum (ek).

Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.

Eilífur er ekki hér

Leið 18 🙂 🙂 🙂
13m
Leiðin hefst á gleiðri kverk en hliðrar fljótlega út á stóra flögu. Þaðan hliðar leiðin aftur til vinstri og upp fyrir brattasta hluta leiðarinnar (ek). Fylgir svo vinstri kantinum upp í akkerið. Frábær leið, fjölbreytt klifur með skemmtilegum karakter. Klassísk Valshamars leið.

Upplýsingar úr Valshamar leiðarvísi.

Skip to toolbar