Tag Archives: iceland

Snösin

Leið 16
30m
Lokuðu horni (h-megin við hornið frá C15) fylgt upp á brík (EK), þaðan inn í víða gróf og augljósri línu fylgt upp.

Björgvin Richardsson, Snævarr Guðmundss., ́79

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Hvíti depillinn

Leið 12
30m
Miðsprungan á svarta veggnum. Fyrri parturinn er 5.10 en seinni hlutinn 5.7 með tveimur mögulegum endaköflum. Í leiðinni var komið fyrir fleyg vegna þess hve tortryggð hún var að hluta. Gefur að öðru leyti góðar tryggingar, en með löngu millibili.

Páll Sveinsson, Þorsteinn Guðjónsson, ́87

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Veltikarl

Leið 11
30m
Vestasta sprungan í svarta veggnum milli leiða C9 og C15. Vandasamar tryggingar með erfiðum lykilkafla, en 5.8 hreyfingar fyrir ofan syllu.

Snævarr Guðmundsson, Chris Bonington, ́87

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

C9

Leið 9
40m
Brúað upp milli tveggja stuðla (EK) að stórum stalli. Þaðan er augljósum sprungum og stöllum til v fylgt.

Guðmundur H Christensen, Óskar Gústafsson, ́86

Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.

Skip to toolbar