Klifurhandbókin Hnappavellir Boulder er loks komin út. Þetta er þriðji grjótglímu leiðarvísirinn í þessari handbókaseríu. Bókin er græn að þessu sinni og hefur þetta aldrei verið betra, bókin er þykkari, inniheldur fullt af leiðum og allar myndir eru í lit. Þvílík snilld.
Í Hnappavellir Boulder eru 140 klifurleiðir á Hnappavallahömrum og Salthöfða.
Leiðarvísirinn fæst í Klifurhúsinu á 1800 krónur.