Leið 3
20m
Regluleg sprunga í víðu horni, milli A2 og A4, klifin beint upp Varúð! Lausar flögur neðantil.
Jón Geirsson, Páll Sveinsson, ́86
Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.
Leið 3
20m
Regluleg sprunga í víðu horni, milli A2 og A4, klifin beint upp Varúð! Lausar flögur neðantil.
Jón Geirsson, Páll Sveinsson, ́86
Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.
Leið 2
17m
Fallegur heilsteyptur stuðull klifinn utanverður á fínlegum smáhöldum. Vandasamar tryggingar.
Jón Geirsson, Páll Sveinsson, ́86
Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.
Leið 1
16m
Vestasti stuðullinn í V-hömrum klifinn utanverður á smáhöldum og jafnvægishreyfingum.
Jón Geirsson, Páll Sveinsson, ́86
Upplýsingar úr Stardal leiðarvísi.
This little place is on the Reykjanes peninsula. Located about 20 minutes from the airport. Basalt and exposed. Used to be forbidden to go there due to the army base but some years ago the restrictions were lifted and we the monkeys could go there without being kicked out of the area.
The first guys to boulder there are Stefán steinar and Björn baldursson.
The name of the boulders are: Heræfing, 5c. Futurama, 7a and Ökuniðingur, 7b.
Many thanks to friends and family for helping out with the making of this clip.
Snævarr Guðmundsson og Guðjón Snær Steindórsson klifra 11 spanna klifurleiðina Boreal á Vestrahorni.
Nokkur myndbrot úr Akrafjalli. Þar er ágætis grjótglímusvæði og alltaf sól og blíða.
Leiðir:
Snæfellsjökull 6a
Upp í hellinn 5c
Kuldaboli 6c
Besta leiðin 6c
Puscifer 6c
Nýtt klifursvæði hefur bæst í hóp klifursvæða á Klifur.is. Svæðið heitir Tungufell og er staðsett á Snæfellsnesi. Svæðið er um 300-400 metra langt stuðlabergs klettabelti með klettum sem eru um 10 metra háir. Tungufell svipar mikið til Gerðubergs sem er í rúmlega 50 kílómetra fjarlægð.
Texti og myndir eru frá Leifi Harðarsyni.
Problems:
I walk alone 7b+
Creamtime 7a+
Benjamin Mokri setti saman video frá ferð sem hann fór með Valdimar Björnsson til Kjuge í Svíþjóð í september, 2010. Valdi hitti Benjamin heima hjá honum í Kaupmannahöfn og svo keyrðu þeir yfir í Kjuge þar sem þeir klifruðu í tvo daga.
Valdimar segir að svæðið hafi verið miklu betra en hann átti von á og stefnir á að fara þangað aftur í apríl næstkomandi.
Annað klifurmótið af fjórum var haldið í Klifurhúsinu um helgina. Búið var að hreinsa gripin af öllum veggjum og setja upp nýjar fyrsta flokks leiðir fyrir mótið. Leiðirnar í ár voru skemmtilegar og margar hverjar erfiðar. Leiðirnar voru settar upp af Eyþór, Kristó og Valda.
Eins og flestir vita er búið að skipa nýja stjórn í Klifurhúsinu og var gaman að sjá nýtt skipulag á geymslum, lager og búri. Einnig er einn veggurinn ný málaður og flottur.
Úrslit mótsins eru eftirfarandi:
Strákar 16 ára og eldri
Kjartan Björnsson 1.sæti
Kjartan Jónsson 2.sæti
Andri Már Ómarsson 3.sæti
Stelpur 16 ára og eldri
Vilborg 1.sæti
Kristín Martha 2.sæti
Ásrún 3.sæti
Strákar 13-15 ára
Hilmar Ómarsson 1.sæti
Helgi Ólafsson 2.sæti
Sigurður Örn 3.sæti
Stelpur 13-15 ára
Bryndís 1.sæti
Strákar 12 ára og yngri
Sveinn Brynjar 1.sæti
Guðmundur Freyr 2.sæti
Davíð Arnar 3.sæti
Stelpur 12 ára og yngri
Ríkey Magnúsdóttir 1.sæti
Helena 2.sæti
Hekla 3.sæti
Hnappavellir er stærsta klifursvæði á Íslandi og þar er tonn af klifurleiðum. Í þessum leiðarvísi eru 140 klifurleiðir á Hnappavallahömrum og í Salthöfða. Flott kort og góðar leiðarlísingar koma þér örugglega á svæðið og svo eru steinar og svæði merkt vel þannig að þú fáir að klifra flottustu boulder vandamál með sem minnstum fyrirvara.
Myndir í leiðarvísinum eru í lit og lífið hefur aldrei verið betra. Og auðvitað er leiðarvísirinn bæði á íslensku og ensku.
Eftir: | Jafet Bjarkar Björnsson |
Útgáfuár: | 2013 |
Klifursvæði: | Hnappavellir |
Tegund klifurs: | Boulder |
Sölustaðir: | Klifurhúsið |
Í Reykjanes Boulder eru tekin fyrir þrjú klifursvæði á Reykjanesinu og Öskjuhlíðina í Reykjavík. Svæðin eru öll í minni kantinum en engu að síður skemmtileg í klifri og falleg og þar að auki nálægt höfuðborginni. Í Öskjuhlíðinni stíga margir fyrstu skrefin sín í grjótglímu og er þá gott að hafa leiðarvísinn við höndina. Í Reykjanes Boulder eru skráðar 108 grjótglímuleiðir sem eru frá 5a til 7c.
Eftir: | Jafet Bjarkar Björnsson |
Útgáfuár: | 2010 |
Klifursvæði: | Gálgaklettar, Hörzl, Valbjargargjá, Öskjuhlíð |
Tegund klifurs: | Boulder |
Sölustaðir: | Klifurhúsið |
Snemma á þessari öld var byrjað að klifra í Einstæðingi í Jósepsdal. Sumarið 2007 fóru klifrarar að klifra í steinunum í brekkunni og leyndist þar fjöldinn allur af háklassa grjótglímuþrautum. Nú hafa hátt í 100 þrautir verið klifraðar á svæðinu sem er orðið stærsta grjótglímusvæðið á suðvestur-horninu.
Eftir: | Jafet Bjarkar Björnsson |
Útgáfuár: | 2009 |
Klifursvæði: | Jósepsdalur |
Tegund klifurs: | Boulder |
Sölustaðir: | Klifurhúsið |
Leiðarvísirinn er uppfullur af fróðleik um þetta stærsta klifursvæði Íslands. Í hann eru skráðar allar kletta-, ís- og dótaklifurleiðir sem klifraðar hafa verið á Völlunum. Einnig eru þar að finna þó nokkrar grjótglímuþrautir.
Eftir: | Jón Viðar Sigurðsson og Stefán Steinar Smárason |
Útgáfuár: | 2008 |
Klifursvæði: | Hnappavellir |
Tegund klifurs: | Sportklifur og dótaklifur |
Sölustaðir: | Klifurhúsið |
Í Steinafjalli eru nokkrir mjög flottir steinar með eðal grjótglímu leiðum. Svæðið er í um 30 mín. akstursfjarlægð frá Hnappavöllum og hefur það verið vinsælt að skreppa þangað þegar rigningarskýið virðist vera beint fyrir ofan Hnappavelli.
Svæðið er um 50 metrum frá þjóðveginum og er því aðgengi að svæðinu mjög þæginlegt.
Í Steinafjalli hefur verið klifrað töluðvert af flottum leiðum en ég veit ekki hvort leiðirnar hafa verið skráðar nokkursstaðar niður. Væri ekki leiðinlegt að fá þessar leiðir hérna inn ef þær eru til.
Það má segja að Stardalur sé hjarta dótaklifurs á Íslandi. Klifrað hefur verið í Stardalshnjúk frá árinu 1978 og var það stærsta og vinsælasta klifursvæði landsins þar til Hnappavellir fundust upp úr 1990. Þar má t.d. finna erfiðustu dótaklifurleið landsins, Sónötu.
Í Stardal er eingöngu klifur, sem tryggt er á hefðbundinn hátt, þ.e. með dóti: hnetum, vinum og hexum. Spungurnar eru allt frá því að vera ókleifir hárfínir saumar upp í 20cm gímöld. Helstu sprungurnar sem hafa verið klifraðar eru fingra- og handasprungur en einnig nokkrar í víðari kantinum.
Þó nokkuð er einnig um viðnámsleiðir, sem liggja utan á stuðlum í stað sprungna milli stuðla. Er þær leiðir yfirleitt tryggðar í sprungur öðru hvoru megin við stuðulinn. Sumar þessara leiða eru tortryggðar.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í leiðarvísinum Stardalur eftir Sigurð Tómas Þórisson.
Helgina 9. og 10. október fórum við Kristó, Örvar, Jafet og Ásrún til Patreksfjarðar að halda smá klifurnámskeið. Björgunarsveitin Blakkur þar í bæ er búin að byggja mjög fínan klifurvegg, um fimm metra háan. Við byrjuðum á því að skrúfa allar festur sem voru þá á veggnum niður og skrúfa upp um 15 nýjar þrautir og gráða þær alveg eins og í Klifurhúsinu. Svo komu ungmenni úr björgunarsveitunum á Ísafirði og Patreksfirði og reyndu við þrautirnar. Við fórum einnig yfir grunnatriði í línuklifri. Við vorum mjög ánægð með hvernig námskeiðið gekk og mikill áhugi var fyrir þessu öllu saman. Krakkarnir stóðu sig vel þrátt fyrir að þau hafi flest öll þurft að klifra á tánum.
Nýji klifur leiðarvísirinn Reykjanes Boulder er loksins kominn í búðir. Í leiðarvísinum eru tekin fyrir fjögur grjótglímu klifursvæði; Öskjuhlíð, Gálgaklettar, Valbjargargjá og Hörzl við Hauga. Fjöldi leiða á svæðunum er á milli 18-44 og eru þær samtals 108 í bókinni. Ekkert af þessum svæðum hafa áður komið út í leiðarvísi og er þetta góð viðbót við klifurmenninguna á Íslandi.
Vísirinn er í sama stíl og Jósepsdalur Boulder sem var gefinn út í fyrra nema bara flottari. Hægt er að nálgast leiðarvísinn í Klifurhúsinu og Fjallakofanum.
Dænómót var haldið í gær í Klifurhúsinu. Mótið var með sama sniði og verið hefur undandfarin ár. Keppt var í yngri og svo eldri flokki og stóð keppnin langt fram á kvöld. Andri Már Ómarsson og Elmar Orri Gunnarsson jöfnuðu Íslandsmetið sem Andri setti í fyrra og stukku 240 cm. Katrín Hrund Eyþórsdóttir sigraði í kvennaflokki.
Í dænómóti þurfa keppendur að stökkva á nett yfirhangandi vegg upp og til hliðar í 45°. Vegalengdin milli gripanna sem er stokkið úr og það sem er svo gripið í er mæld og stendur Íslandsmetið nú í 240 cm. Vegna lögunar veggsins í Klifurhúsinu þurftu Elmar og Andri að stökkva 247 cm. til að komast áfram en það er tveimur cm. meira en er venjulega bætt við hæðina. Heimsmetið í eðlustökki er 277,5 cm. sem Peter Würth setti árið 2008.
Nokkrar myndir voru teknar í mótinu og er hægt að skoða þær hér.
Heimilisfang: Langanesvegi 18b
Sími: 468 1515
Heimasíða: www.langanesbyggd.is
Heimasíða fyrir sundlaug: www.sundlaugar.is
Netfang: sveitarstjori@langanesbyggd.is
Klifurveggurinn stendur í Íþróttahúsi bæjarins á milli tveggja límtrés bita sem er undirstaða hússins. Veggurinn er nánast lóðréttur neðst en verður meira yfirhangandi eftir því sem ofar er farið í hann. Veggurinn er 4,7 metrar á breidd og 8,25 metrar á hæð og er þar hægt að stunda bæði ofanvaðs- og sportklifur. Tvær klirfurlínur eru í veggnum sem hægt er að nota.
Ofarlega á veggnum var komið fyrir kassa sem myndar skemmtilegt þak til að klifra á og einnig aðstöðu fyrir björgunarsveitamenn til að gera æfingar.
Það er ekki hægt að legja klifurskó á staðnum.
Sumar:
Helgar: 11:00-17:00
Virka daga: 8:00-20:00
Vetur:
Mánudag til fimmtudags 16:00-20:00
Föstudaga 15:00-19:00
Laugardaga 11:00-14:00
Sunnudaga lokað
Það kostar 500 krónur til að komast í vegginn og þá er einnig hægt að fara í sund og heitan pott.
View Rock climbing – Iceland in a larger map
Klifurhúsið
Heimasvæði Klifurhússins, þar sem hlutirnir gerast. Skútuvogur 1g.
Björk
Heimasíða fimleikafélagsins Björk sem hefur að geyma fínan leiðsluklifurvegg.
Ísalp
Umræðusíða um íslenska alpastemmningu.
Fjalla Teymið
Blogg og ljósmyndasíða um ísklifur, klettaklifur og aðra útiveru. Einnig kort af ísklifurleiðum á Íslandi.
8a
Fréttasíða um flest form klettaklifurs auk þess að vera gagnagrunnur fyrir leiðir sem klifraðar eru út um allan heim. Hægt er að skrá sig inn og skrá niður leiðir sem maður hefur klifrað, góð leið til að halda utan um leiðir sem maður hefur klifrað. Á forsíðunni myndast oft mjög skrautlegar umræður um hin ýmsu ádeilumál innan klettaklifursamfélagsins.
Climbing Magazine
Bandarísk fréttasíða um öll form klifurs auk þess að vera heimasvæði bandaríska klifurblaðsins Climbing Magazine.
UKC
Bresk klifurfréttasíða þar sem margar mjög góðar greinar er að finna um klifur.
Planet Mountains
Ítölsk klifurfréttasíða á ítölsku og ensku. Margar góðar greinar eru þar að finna um allskonar klifur í alpafjöllum og Evrópu almennt.
Escalar
Heimasvæði spænska klifurblaðsins Escalar.
Pimpin And Crimpin
Blogg og fréttasíða klifrara sem finnast þeir og klifur almennt vera geðveikt pimp.
DeadPointMag
Síða Deadpointamagazine. Síða sem klifurfólk í Boulder, Colorado skrifa mikið inná.
Dave MacLeod
Bloggsíða skoska klifursjarmatröllsins Dave MacLeods. Þar er að finna ýmis góð þjálfunartrix og yfirlit yfir það sem á daga hans dregur.
Paul Robinson
Bloggsíða Paul Robinsons eins af efnilegustu grjótglímurum í heiminum.
Ethan Pringles
Bloggsíða Ethan Pringles
Matt Segal
Bloggsíða Matt Segal. Sem hefur verið að Dótaklifra margar erfiðar leiðir.
Daniel Woods
Bloggsíða búlderhetjunnar Daniel Woods.
Paxti Usobiaga
Heimasvæði eins besta keppnisklifrara í heiminum sem er alltaf að vinna world cups í sportklifri og sportklifra eitthvað klikkað í fyrstu eða annarri tilraun.
Lynn Hill
Bloggsíða Lynn Hill sem er mjög fræg fyrir að hafa klifrað The Nose í Yosemite fyrst allra, sem var mjög mikið klifurafrek ekki síst fyrir klifurkonur. Hún hefur ekkert bloggað síðan 2008 en heyrst hefur að hún sé að sinna börnunum og megi ekki vera að þessu.
Lisa Rands
Heimasvæði Lisu Rands.
Nalla Hukkataival
Bloggsíða finnska búldertröllsins Nalla Hukkataival sem hefur verið að klifra allar erfiðustu grjótglímuþrautir í heiminum undanfarin ár og setja upp sínar eigin.
Jason Kehl
Blogg og upplýsingasíða um listamanninn og búlderklifrarann Jason Kehl.
Lindsay Lohan
Bloggsíða um stórbrotið líf Lindsay Lohans, sem er ekki klifrari eða neitt í áttina heldur skemmtikraftur í Hollywood.
Bændagæima: 7a+ & Sláturhúsið: 8a from Valdimar björnsson on Vimeo.
Stefán Steinar klifrar Bændaglímu og Kjartan Björn tekur í Sláturhúsið.
These two routes are an example of some of the best sport climbing there is in iceland….
Klifurhúsið.is from Valdimar björnsson on Vimeo.
Climbing in klifurhúsinu.
Thats the place to be….When climbing indoors on the big cube!!!
Siurana bouldering from Valdimar björnsson on Vimeo.
Two boulders in a cave just down from the camping.
Canada/USA 2010 7/10 from Robert Halldorsson on Vimeo.
Good sport climbing video from Red Rocks.
Canada/USA 2010 6/10 from Robert Halldorsson on Vimeo.
This video is from Joshua Tree in California
Good Trad climbing and good sun.
Kjartan björn climbs “Leikið á als oddi” in the summer of 2009. The route is a classic in the area of Hnappavellir, it has the grade of 5,12a. Edit by VB.
Can can, 5,10b, hnappavellir from Valdimar björnsson on Vimeo.
Can can, another real nice route in hnappavellir.situated on the south-east part of iceland. Marianne van der Steen climbs and Kjartan belays, the dog and I watch. Edit by VB