Munkaþverá
Munkaþverá er staðsett um 15 km. sunnan við Akureyri og er klifursvæðið ofan í gili fyrir neðan brúna. Í Munkaþverá er klifrað í sportklifri og dótaklifri og eru klettarnir frá 10 – 15 metra háir. Til er leiðarvísir af svæðinu sem er hægt að skoða með því að smella á linkinn hér að neðan.
Úr leiðarvísi:
Klifurleiðirnar í Munkanum eru af ýmsum gerðum og gráðum, en flestar einkennast þær af tæknilegu klifri í lóðréttum veggjum á köntum og í grunnum sprungum. Nokkrar leiðir fylgja alfarið sprungukerfum (Dóni, Góðir vinir, Hornið) og eru þær tryggðar á hefðbundinn hátt (dótaklifur) og stendur ekki til að bolta þær leiðir.
Nýji sector
Nýi sector eru nýjar leiðir lengst til vinstri í Munkaþverárgilinu eða fyrstu leiðirnar sem komið er að ef gengið er niður ofan í gilið. Hér voru áður leiðirnar Bókin, Talía og Létta leiðin. Fyrir nokkrum árum hrundi byrjunin úr þessum leiðum í vorleysingum. Nýja leiðin Ljósbrot fylgir Léttu leiðinni í seinni hluta en fer eftir splunku nýjum fyrri hluta.
1. Frumburðurinn 5.10b
2. Englaryk 5.9
3. Tímaglasið 5.11a
4. Róló 5.6
5. Skurk 5.9
6. Súlur-Power 5.10b
B/T. Bókin/Talía – 5.7/8
7. Ljósbrot 5.6
8. Niður 5.8
Gamli sector
Gamli sector er all hægra megin við hrunið sem varð úr Bókinni, Talíu og Léttu leiðinni. Hér er megnið af leiðunum á svæðinu.
4. Góðir vinir – 5.6 – Trad
5. Góðir vinir (agbrigði) – 5.6 – Trad
6. UV – 5.7
7. Stuð fyrir stutta – 5.9
8. Dóni – 5.7
9. Bláa ullin – 5.9
10. Hornið – 5.5 – Trad
11. Flögutex – 5.7 – Trad
12. Sófus – 5.8
13. Stóru mistökin (afbrigði) – 5.9
14. Stóru mistökin – 5.9
15. Víga-Glúmur – 5.10a/b (5.10d)
16. Sykurmoli – 5.10b
17. Kaldur sviti – 5.10d
18. Flöskuháls – 5.10d
19. Brjálæði – 5.12c (5.12d)
20. Engin afsökun – 5.10c (5.11a)
21. Björn járnhaus – 5.11b/c
22. Stálhnefi – 5.12a
23. Karlinn í brúnni 5.10a
24. Undir brúnni – 5.9
25. Þverárbardagi – 5.12d
Sunnan við brú
Mynd vantar af þessari stöku leið hinum megin við ána. Leiðin er á sumum stöðum skráð 5.12a og það er hægt að klifra útgáfu af leiðinni sem er í kringum þann erfiðleika.
1. Fýlupúki – 5.10b/c
Grjótglíma
Grjótglíman við Munnkaþverá saman stendur af einum stökum stein sem er uppi við verin, aðeins frá gilinu. Hér hafa verið klifraðar að minnsta kosti 7 leiðir. Þær eru frekar fá farnar vegna þess hve vinsælt er að fara frekar í sportklifrið ofan í gilinu.
1. Legs, hips and behind – 6b
2. Gott í þessu – 6b
3. Red stripe – 6a+
4. Afhverju borðar þú ekki surmat – 6b+
5. Tryggviprobin – 5c
6. One hand clapping – 6a+
7. Afhverju skrifar þú ekki súrmat með ú – 7a
Directions
Frá Akureyri er keyrt yfir á Eyjarfjarðarbraut eystri og er þá ágætt að fara yfir Leirubrúna. Ekið er suður með Eyjarfjarðarbraut eystri þar til komið er að Múnkaþverá. Klifursvæðið er norðan meginn við ána.
Comments