Akranes
Í næsta nágrenni Akraness hefur verið klifrað á þrem svæðum, undir Akrafjalli, á Elínarhöfða og á Innstavogsnesi. Akrafjalli er svo skipt niður í Norðursvæði og suðursvæði.
Akrafjall
Back to topVið rætur Akrafjalls eru lágir hamrar. Í hömrunum hefur talsvert verið klifrað af grjótglímu- og sportklifurleiðum en líka nokkrar dótaklifurleiðir. Mikið er af klettum og klettabeltum á svæðinu en flestar klifurleiðirnar eru á litlu svæði nálægt veginum.
Klettarnir eru 4-14 metra háir og bjóða upp á góða grjótglímu með yfir 50 skráðar leiðir og þar af 12 krakka og byrjendaleiðir. Lendingin er mjög góð og stutt í Berjadalsána til að svala þorstanum eða henda sér í kalt bað!
Hátt í 20 boltaðar sportklifurleiðir er að finna í hömrunum, flestar lengst í suður en þó eru tvær boltaðar á lengst í norður.
Klifursvæðinu Akrafjall er skipt niður í tvö undirsvæði, Norðursvæði, sem er all norðan megin við Berjadalsá og Suðursvæði sem er að sama skapi allt sunnan megin við Berjadalsána.
Sportklifur á NorðursvæðiSportklifur á Suðursvæði
Grjótglíma á Norðursvæði
Grjótglíma á Suðursvæði
Leiðarvísir í PDF: Klifurhandbók Akrafjall
Sportklifur á Norðursvæði
Norðan Berjadalsár hafa tvær leiðir verið boltaðar, báðar upprunalega hugsaðar sem grjótglímuþrautir.
Sportklifur á Suðursvæði
Á suðursvæðinu er aðal massi sportklifurs í Akrafjalli. Hér hafa 15 leiðir verið boltaðar og tvær dótaklifurleiðir farnar.
- Bakþankar – 5.6 trad
- Vopnahlé – 5.8 trad
- Flórídaskaginn – 5.8
- Bakþankar – afbrygði – 5.6
- Bremsufarið – 5.11b
1. Thanos lifir – 5.6
- Lýsisperlan – 5.8/9
- Hreiðrið – 5.10b
- Varðmenn spýjunar – 5.5
- Skírarinn – 5.8/9
- Írskir dagar – 5.5
5a. Páskahret – 5.8 - Sætur álfur – 5.5
- Ljótur álfur (A.K.A. Gyllinæðin) – 5.8/9
7a. Gyllinhret – 5.8/5.9 - Vírbursti nr. 3 – 5.6
- Mulningur – 5.5
- Skátamót – 5.6
- Sólarmegin – 5.10c
Grjótglíma á Norðursvæði
Norðan Berjadalsár eru nokkrar grjótglímuþrautir og þar af talsvert af leiðum í léttari kantinum fyrir krakka eða byrjendur.
Fókus – 6B/+
Köngulóarhreiðrið – 5A
Kuldaboli – 6A
Vold – 5A
Surf’s up – 5C
Snæfellsjökull – 5C/6A
Sunnan jökuls – 5C
Gaulverjabær
Ástríkur
Valshamar hinn minni – 5B
Grjótglíma á Suðursvæði
Svipað og í sportklifrinu er aðal massi grjótglímunar á svæðinu sunnan Berjadalsár. Hér eru frábærar grjótglímuþrautir allt frá krakka og byrjendaleiðum og upp í 7B.
Lúlli laukur – 5A
Berjadalsá – 5B
Skólastjórinn – 6A
Köngulóin
Flörg – 6B
Skagaslátrarinn – 7B
Ævintýradalurinn – 6B
Tólið – 6B+
The Jesus Christ Pose – 7A+
Project
Gripið í mosann – 5C/6A
Upp í hellinn – 5C
XXX / Gloria Borger – 6B
Besta leiðin – 6C
Sandalar – 5B
Flip flops – 5C
Á meðan hrossin flýja – 6A
Á meðan hrossin horfa – 6A
Toppmosi – 6A
Drullan
Meistarinn
Klettur
Whip, whip
Braut rassgatið – 6B
Hnefi – 6B
Naglinn – 6A+
Aurora – 6A
Aurora Ext – 6C
Sundlaugin-5C
Elínarhöfði
Back to topVið Elínarhöfða eru nokkrar skemmtilegar klappir sem ÍA-klifrarar hafa glímt við undanfarið og eru þar nokkrar skemmtilegar leiðir.
Athugið að lendingin undir flest öllum leiðum er skelfileg og því lágmark þrjár dýnur og ekki verra að hafa félaga til að grípa.
Nöfn leiða á Elínarhöfða eru sótt klassískt bókmenntaævintýri
1. Mordor – 6a
2. Mínas Morgúl – 6b+
3. Kazadh Dum – 6b+
4. Gondor – 7a
5. Róhan – 6a
6. Lotlórín – 6a
7. Andvin – 6a+
8. Iðilia -5c/6a
9. Glóinn – 5b/c
Innstavogsnes
Í Innstavogsnesi eru nokkrir flottir klettar sem Skagamenn hafa glímt við. Klettarnir eru í fjöruborðinu og því þarf að taka mið af flóði og fjöru þegar þangað er farið. Einnig getur verið ansi kalt í norðanáttinni en klettarnir eru annars í góðu skjóli. Athugið að Innstavogsnes er friðland og lausaganga hunda stranglega bönnuð á varptíma. Það er mikið dýralíf í fjörunni og ekki óalgent að selir stingi höfðinu upp til að fylgjast með klifrurum. Mikið er um göngufólk í Innstavogsnesi og hestamennsku á reiðstígunum fyrir ofan fjöruna. Klifrarar skulu því sýna tillit, taka allt rusl með sér og stilla tónlistarflutningi í hóf. Svæðið snýr í vestur og því sól allan seinnipartinn og fram á nótt. Aðkoma frá Akranesi: Beygt af síðasta hringtorginu, rétt við Smiðjuloftið, inn á malarveg sem liggur í átt að hestasvæðinu. Beygt til vinstri stuttu áður en komið er að hestavæðinu í átt að fjöruborðinu. Nokkur lítil útskot þar sem hægt er að leggja bíl. Takið tillit til hestamanna og víkið/akið hægt til að halda friðinn.
Directions
Þegar komið er upp úr göngunum er keyrt í átt að Akranesi en beygt til hægri á Akrafjallsvegi (51) áður en að bænum er komið. Eftir ruslahaugana er beygt til hægi og inn á malarveg. Keyrt með ánni fram hjá motorcross brautinni og að bílastæðinu við Selbrekku. Klettarnir sjást áður en að bílastæðinu er komið.
Map
Video