Hólmavík
Hólmavík er fyrsta bæjarfélagið sem komið er að á Vestfjörðum. Vestfirðir eru þekktir fyrir að hafa þéttara og fastara berg heldur en suðurlandið og suðvesturhornið.
Í Hólmavík hefur eitthvað verið farið af grjótglímuþrautum en einnig eru hærri hamrar þar sem að nokkrar spotklifurleiðir eru í vinnslu.
1. Inni í bænum
1. Vömbin – project
2. Tannlausi álfurinn – 5A
3. Roy Rogers – 5B
4. Estrogen – 6A+
5. Daiya – 5C
6. Oumph – 6C
Directions
Frá Reykjavík er ekið eftir þjóðvegi 1, þar til komið er að Vestfjarðavegi (60). Vestfjarðarveg er fylgt yfir Gilsfjörðinn og skömmu eftir hann er beygt inn á Djúpveg (61). Djúpvegur fer framhjá Hólmavík.