Sportklifur

Sportklifur

Sportklifurleiðir eru vanalega um 8 til 30 metrar og eru klifrararnir tryggðir með línu. Á sportklifursvæðum er búið að koma fyrir augum í klettunum til þess að tryggja klifrarana. Til eru mismunandi aðferðir við að klifra leiðir. Þar ber helst að nefna: Beint af augum, Flash (Leiftra), rauðpunt eða ofanvaður.

 

Það er nauðsynlegt að stíga fyrstu skrefin í klettaklifri með vönum leiðbeinenda eða sækja námskeið í sportklifi.

Búnaður

Til þess að geta stundað sportklifur utanhúss þarf hver klifrari að eiga: klifurskó, kalkpoka og belti. Sá búnaður sem er “sameiginlegur” er: klifurlína, læst karabína, ca. 8 tvistar og tryggingartæki (t.d. túba eða grigri).

TútturkalkpokiBeltiKlifurlína KarabínaTvisturTúbaGrigri

Sjá nánar um búnað

Klifursvæði

Það eru sportklifursvæði víða um landið en það stærsta er Hnappavellir í Öræfasveit. Valshamar er mikið sótt af klifrurum á fögrum sumarkvöldum og er afar byrjendavænt. Það er staðsett í Eilífsdal í Esjunni.

Námskeið

Klifurfélag Reykjavíkur heldur reglulega námskeið fyrir byrjendur á sumrin. Nánari upplýsingar um námskeiðin eru að finna á heimasíðu Klifurhússins.

Myndir

Leave a Reply

Skip to toolbar