Valdimar Björnsson hefur klifrað búlderprobban Olivine og gefið honum gráðuna 8A. Leiðin er staðsett á Hnappavöllum og gerir þetta hana að einum af erfiðustu búlderprobbum Íslands. Á 8A prófílnum sínum segir hann: “8A vegna þess að það tòk mig àr að klàra hann og með um 100 tilraunir.” ,og þar sem Valdi er nú þekktur fyrir að klifra hluti frekar fljótt og auðveldlega er deginum ljósara að þessi leið er í erfiðari kantinum.