Þetta var góð helgi! Við (Jafet, Jósef, Chriztó og Bíbí) ákváðum að beila á Hnappavöllum og heimsækja Skinnhúfukletta í Vatnsdal. Eftir akkúrat 3ja tíma keyrslu vorum við komin á klifursvæðið sem er talið vera eitt það besta í heiminum. Veðrið var skýjað og svalt = fullkomið klifurveður, við náðum að klifra fullt af leiðum og Chriztó klifraði “You can do it baby” 5.13a. Um nóttina gistum við á landi sem tveir klikkaðir frændur Jósefs eiga.
Seinni dagurinn var góður og sólin skein. Eftir að hafa talað lengi um það hvað nafnið “Þar sem beljurnar fljúga á eyrunum yfir vötnin” (5.12b) væri lame ákváðum við samt að prufa þessa leið. Leiðin er ekki jafn léleg og nafnið og reyndar bara nokkuð góð. Í þriðju tilraun var ég að klippa mig í 4. bolta en renn af klettinum og endaði einum metra frá jörðinni. Frekar klikkað en Jósef stóð sig eins og hetja og bjargaði lífi mínu. Við kældum niður í Skinnhúfu 5.9 og fórum svo heim.