Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum hefur heldur betur bæst við fjölda klifurleiða úti í Hádegishamri á Hnappavöllum. Af þessu tilefni setti Jón Viðar smá viðbót við leiðarvísinn á netið
Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum hefur heldur betur bæst við fjölda klifurleiða úti í Hádegishamri á Hnappavöllum. Af þessu tilefni setti Jón Viðar smá viðbót við leiðarvísinn á netið. Þess má geta að allar leiðirnar er að finna hægra megin við þær leiðir sem fyrir voru í klettabeltinu.
Einnig var boltuð ný leið í Salthöfða, hún fékk nafn og gráðu Strumpaland 5.3
Þakkir til Jóns fyrir þetta framtak.