Valshamar

Valshamar er lítið klifursvæði í Eilífsdal í Kjósinni. Það hefur verði klifrað þar í rúmlega 30 ár eða frá 1978. Þetta svæði er afar heppilegt fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í klettaklifri og er það mikið nýtt á sumrin. Leiðirnar eru 8 til 20 metra háar og allt frá 5.4 upp í 5.11d. Nánari upplýsingar um svæðið er að finna í leiðarvísinum.

Svæðið er í einkaeigu og er rétt fyrir ofan sumarbústaðabyggð og eru klifrarar beðnir um að sýna íbúum þar virðingu. Öskur og hávaði berst vel um dalinn. Hundar eru einnig beðnir um að hvetja sína húsbónda sína hljóðlátlega þar sem aðrir hundar í hverfinu taka alltaf undir með þeim 🐕

Eftirfarandi reglur og fylgni þeirra eru skilyrði fyrir áframhaldandi klifri í Valshömrum:

  • Engin tónlist
  • Ekkert klifur eftir kl. 22
  • Engir hópar
  • Engin eldamennska
  • Engin gisting
⚠️ CLIMBING IN VALSHAMAR: ⚠️
The landowners have set the following rules in order for climbing to continue in the valley:
  • No music
  • No climbing after 10PM
  • No groups
  • No cooking
  • No overnight stay

 

1. Kristján X – 5.4 7m
2. 17. júní – 5.7 7m
3. Strobe light – 5.4 7m
4. Tjakkurinn – 5.6 9m
5. Grettistak – 5.7 9m
5a. Krús – 5.6 8m
5b. Skuggi – 5.9 15m
6. Ein síðbúin – 5.9 11m
7. Náttgagnið – 5.6 11m
8. Augnablik – 5.11d 11m
9. Slabbið – 5.9 12m
10. Haustkul – 5.11 8m
11. Vetrardraumur – 5.9 11m
12. Vaknað upp við vondan draum – 5.10d 11m
13. Sumardraumur – 5.10c 11m
14. Gollum – 5.11a 11m
15. Blómálfar – 5.7 10m
16. Stallarnir – 5.5 10m
17. Glóinn – 5.8 10m
17a. Útúrdúr – 5.7 13m – Trad
18. Eilífur er ekki hér – 5.8 13m
19. Supermax – 5.11+ 13m
20. Hrúðurkarlar – 5.10c 13m
21. Hælkrókur – 5.9 13m Trad
22. Skoran – 5.5 11m
23. Skóreimar, afbrigði – 5.10b 10m
24. Skóreimar – 5.9 8m
25. Rennilás – 5.7 8m

Directions

Keyrt er inn Hvalfjörðinn og beygt inn í Miðdal. Eftir rúmlega 7 km leið er komið að skilti sem stendur á Valshamar sem bendir á sumarhúsabyggðina. Eftir stutta keyrslu á veginum er lítið skilti til vinstri merkt VALSHAMAR KLIFURSVÆÐI. Þar tekur við vegur sem getur verið erfiður í keyrslu á fólksbíl. Þið fylgið þeim slóða þar til komið er að litlu bílastæði. ATH. Bílnum er lagt inni á landi í einkaeigu og inná því eru lausir hestar. Hestarnir eiga það til að rispa bíla sem lagt er inná svæðinu og er þess vegna búið að koma fyrir lítilli girðingu sem hægt er að leggja bílnum í. Gengið er upp að hamrinum þaðan og tekur gangan u.þ.b. 15 mínútur.

Stundum er hliðið að sumarbústaðarbyggðinni opið en klifrarar hafa oft lent í því að læsast þar inni. Vegurinn er líka einkavegur og á maður þess vegna ekki að aka þar inn.

Map

Video

Leave a Reply

Skip to toolbar