Stutt leið og frekar þvinguð, en býður upp á þokkalegan probba efst, nógu langt yfir síðustu tryggingu til að tryggjari þarf að vera tilbúinn að taka kollhnís niður brekkuna ef klifrari dettur úr toppnum. Leiðin fylgir þurru, mjóu strípunni milli svörtu flaumanna, svo mögulega er þrautin eitthvað auðveldari ef þeir nokkurn tíma þorna.
Í byrjun fylgir leiðin hægri veggnum án þess að klifra út á stóru grónu sylluna vinstra megin, upp að og eftir örþunna saumnum í toppinn. Almennt fáar tryggingar, en bréfalúgan í miðri leið gleipir tryggingar. Ekkert óhemju spennandi klifur og frekar gróið, en nokkrar skemmtilegar jafnvægishreyfingar engu að síður.
Gróin og óspennandi leið lengst til hægri í Miðskjóli, sem býður upp á staka kraftmikla hreyfingu og stakan vin. Klifrið hefst á probbanum Heimkynni músanna (V3?) upp á sylluna, þaðan er gróið slabbið klifrað skáhalt til hægri, að efstu bungu bratta veggarins til hægri, sem hliðrað er út í og yfir.
Skemmtileg leið sem fylgir augljósu sprungunni í byrjun um 6-8 m, þangað til hún sveigir til hægri. Þar eru tekin nokkur hliðarspor út á slabbið til vinstri, þar sem komið er að stuttum, bröttum kafla upp á stóra syllu (EK). Þaðan eru nokkrar hreyfingar upp eftir lausum hryggnum efst.
Leiðin fylgir sprungunni í horninu um hálfa leið, þar sem stutt en vandasöm hliðrun endar á litlum stalli á hryggnum hægra megin. Þeim hrygg fylgt upp á topp. Tveir óútsýrðir boltar leynast efst, milli hryggjarins og topps sprungunnar. Leiðin var upprunalega einfarin og því þessi leið valin, en með tryggingar er eflaust eðlilegra að fyglja grófinni áfram upp, eða byrja hrygginn á bröttu sprungunni neðst.
Stemmað er upp eftir hægra skotinu fyrstu metrana upp að þakinu, þaðan er hliðrað til vinstri í sprunguna úti á hryggnum yfir litla þakinu. Eflaust er mögulegt að byrja leiðina með útilokunarprobba í byrjun, en sú þraut er allnokkuð erfiðari en framhaldið.
Byrjaði með eina hendina í stóru spuguni eins neðarlega og ég gat, og hina með síðan á slóparkanti út til vinstri. Eltri síðan sprungu uppá top. Myndi ekki seigja væri sit-start né stand-start þannig köllum þetta krúpa-start.
Í kringum Hafrafell er fult að að möguleikum fyrir Grjótglímu, Sportklifur og Dótaklifur.
Margt á svæðinu er en óskoða því margt sem getur bæst við. Tel ég að svæðin geta verið þess:
Hafrafellið sjálft
Bæjarfell
Bjargardalur
Einstæðingur
Austur og vestur Vegasundsbjarg
Eingus hefur gefis tími til að skoða Bjargardal og Einstæðing en frá fjaska lítur hitt vel út.
Einstæðingur:
Til að komast að honum er annað hvort hægt að keyra Hafrafells vegin og leggja á honum eða þá keyra aðeins legra eftir þjóðveginum og beyja útaf við afleggara sem er ómerktur. Sá afleggur hefur á einhverjum tíma verið notað af bænum til að komast á tún en er ekki lengur í notkun. Það er eitthvað styttra labb frá þessum ómerkta afleggjara.
Eingus hefur verið klifruð ein leið á steinum en hann bíður alveg uppá 3-4 í viðbót.
Bjargadalur:
Hér hefur verið eingus klifrað grótglímu en klettarnir bjóða alveg uppá sport eða dótaklifur. Grítglímur steinar eru 3 sem komið er.